Leikskóli 101 opnar ekki í dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2013 10:19 Leikskólinn 101 og Hulda Linda Stefánsdóttir eigandi og leikskólastjóri. samsett mynd Leikskólinn 101 var ekki opnaður á ný í morgun eins og stefnt hafði verið að. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag. Leikskólanum var lokað fyrir átta dögum þegar rannsókn hófst á meintri vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum í skólanum. Þá voru tveir starfsmenn leystir tímabundið frá störfum vegna málsins. Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi og leikskólastjóri skólans, óskaði eftir samstarfi við barnaverndaryfirvöld og Reykjavíkurborg um að opna leikskólann að nýju og á fundi með foreldrum barna á leikskólanum fyrr í vikunni var tilkynnt að leikskólinn myndi opna á nýjan leik í dag. Gerð var óformleg könnun meðal þeirra foreldra sem voru á fundinum og aðeins einn rétti upp hönd þegar spurt var hversu margir myndu fara með barnið sitt aftur í leikskólann. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Hulda að hún hafi tekið ákvörðun í gær um að opna ekki skólann vegna aðstæðna og á meðan rannsókn stendur yfir. Meira vildi hún ekki tjá sig um málið. Í gær var fjallað um í fréttum að foreldrar barna á leikskólanum hafi óskað eftir skattarannsókn á leikskólanum þar sem hluti foreldra greiði leikskólagjöld inn á persónulegan reikning leikskólastjórans, þrátt fyrir að skólinn hafi sína eigin kennitölu. Ábendingin til skattrannsóknarstjóra er í skoðun. Hvorki Hulda né lögfræðingur leikskólans hafa viljað tjá sig um málið. Foreldrar barna á leikskólanum hafa beðið borgaryfirvöld um aðstoð við að finna ný daggæslupláss fyrir börnin. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að málinu. „Foreldrar hafa fengið lista yfir dagforeldra með laus pláss þótt þeir séu ekki staðsettir í vesturbænum. Borgin er í góðu sambandi við foreldrana og það er búið að virkja alla daggæslufulltrúana á þjónustumiðstöðunum til að leita að plássum. Einnig er búið að auka heimildir ungbarnaleikskólanna til að taka inn fleiri börn. Einnig er verið að innrita börn á borgarreknu leikskólana sem eru fædd í janúar og febrúar 2012 og þá rýmkar um hjá dagforeldrum sem geta þá bætt við sig börnum,“ segir Bjarni. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
Leikskólinn 101 var ekki opnaður á ný í morgun eins og stefnt hafði verið að. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag. Leikskólanum var lokað fyrir átta dögum þegar rannsókn hófst á meintri vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum í skólanum. Þá voru tveir starfsmenn leystir tímabundið frá störfum vegna málsins. Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi og leikskólastjóri skólans, óskaði eftir samstarfi við barnaverndaryfirvöld og Reykjavíkurborg um að opna leikskólann að nýju og á fundi með foreldrum barna á leikskólanum fyrr í vikunni var tilkynnt að leikskólinn myndi opna á nýjan leik í dag. Gerð var óformleg könnun meðal þeirra foreldra sem voru á fundinum og aðeins einn rétti upp hönd þegar spurt var hversu margir myndu fara með barnið sitt aftur í leikskólann. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Hulda að hún hafi tekið ákvörðun í gær um að opna ekki skólann vegna aðstæðna og á meðan rannsókn stendur yfir. Meira vildi hún ekki tjá sig um málið. Í gær var fjallað um í fréttum að foreldrar barna á leikskólanum hafi óskað eftir skattarannsókn á leikskólanum þar sem hluti foreldra greiði leikskólagjöld inn á persónulegan reikning leikskólastjórans, þrátt fyrir að skólinn hafi sína eigin kennitölu. Ábendingin til skattrannsóknarstjóra er í skoðun. Hvorki Hulda né lögfræðingur leikskólans hafa viljað tjá sig um málið. Foreldrar barna á leikskólanum hafa beðið borgaryfirvöld um aðstoð við að finna ný daggæslupláss fyrir börnin. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að málinu. „Foreldrar hafa fengið lista yfir dagforeldra með laus pláss þótt þeir séu ekki staðsettir í vesturbænum. Borgin er í góðu sambandi við foreldrana og það er búið að virkja alla daggæslufulltrúana á þjónustumiðstöðunum til að leita að plássum. Einnig er búið að auka heimildir ungbarnaleikskólanna til að taka inn fleiri börn. Einnig er verið að innrita börn á borgarreknu leikskólana sem eru fædd í janúar og febrúar 2012 og þá rýmkar um hjá dagforeldrum sem geta þá bætt við sig börnum,“ segir Bjarni. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira