Leikskóli 101 opnar ekki í dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2013 10:19 Leikskólinn 101 og Hulda Linda Stefánsdóttir eigandi og leikskólastjóri. samsett mynd Leikskólinn 101 var ekki opnaður á ný í morgun eins og stefnt hafði verið að. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag. Leikskólanum var lokað fyrir átta dögum þegar rannsókn hófst á meintri vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum í skólanum. Þá voru tveir starfsmenn leystir tímabundið frá störfum vegna málsins. Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi og leikskólastjóri skólans, óskaði eftir samstarfi við barnaverndaryfirvöld og Reykjavíkurborg um að opna leikskólann að nýju og á fundi með foreldrum barna á leikskólanum fyrr í vikunni var tilkynnt að leikskólinn myndi opna á nýjan leik í dag. Gerð var óformleg könnun meðal þeirra foreldra sem voru á fundinum og aðeins einn rétti upp hönd þegar spurt var hversu margir myndu fara með barnið sitt aftur í leikskólann. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Hulda að hún hafi tekið ákvörðun í gær um að opna ekki skólann vegna aðstæðna og á meðan rannsókn stendur yfir. Meira vildi hún ekki tjá sig um málið. Í gær var fjallað um í fréttum að foreldrar barna á leikskólanum hafi óskað eftir skattarannsókn á leikskólanum þar sem hluti foreldra greiði leikskólagjöld inn á persónulegan reikning leikskólastjórans, þrátt fyrir að skólinn hafi sína eigin kennitölu. Ábendingin til skattrannsóknarstjóra er í skoðun. Hvorki Hulda né lögfræðingur leikskólans hafa viljað tjá sig um málið. Foreldrar barna á leikskólanum hafa beðið borgaryfirvöld um aðstoð við að finna ný daggæslupláss fyrir börnin. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að málinu. „Foreldrar hafa fengið lista yfir dagforeldra með laus pláss þótt þeir séu ekki staðsettir í vesturbænum. Borgin er í góðu sambandi við foreldrana og það er búið að virkja alla daggæslufulltrúana á þjónustumiðstöðunum til að leita að plássum. Einnig er búið að auka heimildir ungbarnaleikskólanna til að taka inn fleiri börn. Einnig er verið að innrita börn á borgarreknu leikskólana sem eru fædd í janúar og febrúar 2012 og þá rýmkar um hjá dagforeldrum sem geta þá bætt við sig börnum,“ segir Bjarni. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Leikskólinn 101 var ekki opnaður á ný í morgun eins og stefnt hafði verið að. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag. Leikskólanum var lokað fyrir átta dögum þegar rannsókn hófst á meintri vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum í skólanum. Þá voru tveir starfsmenn leystir tímabundið frá störfum vegna málsins. Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi og leikskólastjóri skólans, óskaði eftir samstarfi við barnaverndaryfirvöld og Reykjavíkurborg um að opna leikskólann að nýju og á fundi með foreldrum barna á leikskólanum fyrr í vikunni var tilkynnt að leikskólinn myndi opna á nýjan leik í dag. Gerð var óformleg könnun meðal þeirra foreldra sem voru á fundinum og aðeins einn rétti upp hönd þegar spurt var hversu margir myndu fara með barnið sitt aftur í leikskólann. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Hulda að hún hafi tekið ákvörðun í gær um að opna ekki skólann vegna aðstæðna og á meðan rannsókn stendur yfir. Meira vildi hún ekki tjá sig um málið. Í gær var fjallað um í fréttum að foreldrar barna á leikskólanum hafi óskað eftir skattarannsókn á leikskólanum þar sem hluti foreldra greiði leikskólagjöld inn á persónulegan reikning leikskólastjórans, þrátt fyrir að skólinn hafi sína eigin kennitölu. Ábendingin til skattrannsóknarstjóra er í skoðun. Hvorki Hulda né lögfræðingur leikskólans hafa viljað tjá sig um málið. Foreldrar barna á leikskólanum hafa beðið borgaryfirvöld um aðstoð við að finna ný daggæslupláss fyrir börnin. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að málinu. „Foreldrar hafa fengið lista yfir dagforeldra með laus pláss þótt þeir séu ekki staðsettir í vesturbænum. Borgin er í góðu sambandi við foreldrana og það er búið að virkja alla daggæslufulltrúana á þjónustumiðstöðunum til að leita að plássum. Einnig er búið að auka heimildir ungbarnaleikskólanna til að taka inn fleiri börn. Einnig er verið að innrita börn á borgarreknu leikskólana sem eru fædd í janúar og febrúar 2012 og þá rýmkar um hjá dagforeldrum sem geta þá bætt við sig börnum,“ segir Bjarni. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira