Innlent

Kolbeinsey að hverfa

Heimir Már Pétursson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF fór í gæslu- og eftirlitsflug um Norðvestur- og Norðurmið í gær.Í tilkynningu frá Gæsluni segir að m.a. hafi verið flogið yfir Kolbeinsey - útvörðinn í Norðri en þar hafi tveir bátar verið að veiðum. Alls hafi sést til um 20 skipa á flugleiðinni og mikið hafi verið af makríl í sjó frá Eyjafirði, Húnaflóa inn Mjóafjörð og í Faxaflóa.Maður seig úr TF-LÍF niður á Kolbeinsey og var ekki að sjá að þar hafi verið byggður þyrlupallur árið 1989 sem áhöfn varðskipsins Óðins og starfsmenn Vita- og Hafnamálastofnunar byggðu. Síðan hafi eyjan jafnt og þétt minnkað.En Kolbeinsey er nánast að hverfa og hefur klofnað í tvennt. Hún er nyrsti punktur Íslands og var miðað við hana þegar landhelgin var færð út í 200 mílur árið 1976. Þegar eyjan var mæld árið 2001 var hún aðeins 90 fermetrar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.