Innlent

Aðkoma Þjóðkirkjunnar að heimsókn Franklins Graham ekki skref í rétta átt

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, formaður sóknarnefndar Laugarneskirkju, skrifar undir ályktun nefndarinnar vegna heimsóknar Franklins Graham.
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, formaður sóknarnefndar Laugarneskirkju, skrifar undir ályktun nefndarinnar vegna heimsóknar Franklins Graham. samsett mynd
Sóknarnefnd Laugarneskirkju  telur mikilvægt að Þjóðkirkjan standi við fyrri ályktanir varðandi stöðu samkynhneigðra og ástvina þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem kirkjan sendi frá sér nú síðdegis vegna fyrirhugaðrar heimsóknar prédikarans Franklins Graham á Hátíð vonar í september.

Heimsókninni hefur verið mótmælt, en Graham þessi hefur margsinnis talað opinberlega gegn samkynhneigð. Þá hefur fjöldi fólks pantað sér miða á samkomuna með það í huga að mæta ekki.

Sóknarnefndin, auk sóknarprestsins, álítur þátttöku Þjóðkirkjunnar í heimsókninni ekki skref í þá átt. Undir þetta ritar Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, formaður sóknarnefndar Laugarneskirkju, en ályktunin var samþykkt á fundi sóknarnefndar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×