Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 19. ágúst 2013 13:31 Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Pjetur Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins myndi ekki styðja þingsályktunartillögu um að slíta viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún vill að slík atkvæðagreiðsla fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur valdið óróleika í stjórnarsamstarfinu með yfirlýsingum sínum um að hann sjái enga ástæðu til að setja áframhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu. En þótt báðir stjórnarflokkarnir séu andvígir aðild að sambandinu og hafi lofað því í kosningabaráttunni að gera hlé á viðræðunum, er engu að síður talað um það í stjórnarsáttmálanum að viðræðum verði ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi túlkar þetta ákvæði stjórnarsáttmálans greinilega með öðrum hætti en Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem er í engum vafa um að þetta þýði þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. „Nei það gerir það ekki. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í þá veru. Forystumenn flokksins og við sem voru í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í vor sögðum að við myndum gera slíkt og ég get ekki ímyndað mér annað en staðið verði við það loforð,“ segir Ragnheiður. Hún telji samstarfsflokkinn í ríkisstjórn ekki vera að reyna að komast undan þessu þrátt fyrir yfirlýsingar Gunnars Braga. „Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað í aðdraganda kosninga og við verðum þá að ræða þau mál og komast að niðurstöðu hvað það mál varðar,“ segir Ragnheiður. Hún telji að forysta Sjálfstæðisflokksins muni standa við loforð sitt. „ Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ Stjórnarflokkarnir hafa boðað að gerð verði skýrsla um stöðu viðræðnanna og þróunina innan Evrópusambandsins sem lögð verði fyrir Alþingi og hafa flestir skilið það sem svo að spurningin um áframhald viðræðna færi í þjóðaratkvæðagreiðslu að því ferli loknu. En hvenær myndi Ragnheiður vilja slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, til dæmis samhliða sveitarstjórnarkosningum eins og sumir hafa lagt til? „Mér þætti það bara hið besta mál. Já ég held að það væri ágætis tímasetning.“ Hún sé hins vegar ekki viss um að allir sveitarstjórnarmenn yrðu hrifnir að því að blanda þessum málum saman. Til að slíta viðræðunum þyrfti Alþingi að samþykkja nýja þingsályktunartillögu þar að lútandi. En myndi Ragnheiður styðja slíka tillögu? „Nei, ég myndi ekki gera það,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins myndi ekki styðja þingsályktunartillögu um að slíta viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún vill að slík atkvæðagreiðsla fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur valdið óróleika í stjórnarsamstarfinu með yfirlýsingum sínum um að hann sjái enga ástæðu til að setja áframhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu. En þótt báðir stjórnarflokkarnir séu andvígir aðild að sambandinu og hafi lofað því í kosningabaráttunni að gera hlé á viðræðunum, er engu að síður talað um það í stjórnarsáttmálanum að viðræðum verði ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi túlkar þetta ákvæði stjórnarsáttmálans greinilega með öðrum hætti en Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem er í engum vafa um að þetta þýði þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. „Nei það gerir það ekki. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í þá veru. Forystumenn flokksins og við sem voru í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í vor sögðum að við myndum gera slíkt og ég get ekki ímyndað mér annað en staðið verði við það loforð,“ segir Ragnheiður. Hún telji samstarfsflokkinn í ríkisstjórn ekki vera að reyna að komast undan þessu þrátt fyrir yfirlýsingar Gunnars Braga. „Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað í aðdraganda kosninga og við verðum þá að ræða þau mál og komast að niðurstöðu hvað það mál varðar,“ segir Ragnheiður. Hún telji að forysta Sjálfstæðisflokksins muni standa við loforð sitt. „ Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ Stjórnarflokkarnir hafa boðað að gerð verði skýrsla um stöðu viðræðnanna og þróunina innan Evrópusambandsins sem lögð verði fyrir Alþingi og hafa flestir skilið það sem svo að spurningin um áframhald viðræðna færi í þjóðaratkvæðagreiðslu að því ferli loknu. En hvenær myndi Ragnheiður vilja slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, til dæmis samhliða sveitarstjórnarkosningum eins og sumir hafa lagt til? „Mér þætti það bara hið besta mál. Já ég held að það væri ágætis tímasetning.“ Hún sé hins vegar ekki viss um að allir sveitarstjórnarmenn yrðu hrifnir að því að blanda þessum málum saman. Til að slíta viðræðunum þyrfti Alþingi að samþykkja nýja þingsályktunartillögu þar að lútandi. En myndi Ragnheiður styðja slíka tillögu? „Nei, ég myndi ekki gera það,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira