Kvikmynd um nasistauppvakninga tekin upp á Íslandi Valur Grettisson skrifar 10. júlí 2013 11:55 Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa vart undan því að sinna erlendu tökuliði sem vill búa til kvikmyndir hér á landi. Nýjasta viðbótin er þó öllu nýstárlegri en þær kvikmyndir sem hafa verið teknar upp hér á landi, en sú fjallar um nasista og uppvakninga. Það var árið 2009 sem norski leikstjórinn Tommy Wirkola frumsýndi grínhrollvekju sína, Dead Snow. Umfjöllunarefni myndarinnar er nokkuð hefðbundið - með einu fráviki þó. Sagan segir frá nokkrum vinum sem fara í frí í fjallakofa í afskekktum firði í Noregi. Þar hitta þau fyrir dularfullan mann sem upplýsir þau um að nasistar hafi hertekið fjörðinn í seinni heimstyrjöldinni. Nasistarnir reyndust heldur illskeyttir og hlutu að lokum hörmuleg endalok. Í myndinni snúa þeir aftur sem grimmir uppvakningar og herja á ungmennin - sem verjast þó fimlega árásum ófreskjanna. Kvikmyndin skaut leikstjóranum á stjörnuhimininn og leikstýrði hann meðal annars hrollvekju um nornaveiðar Hans og Grétu, en óskarsverðlaunaleikarinn Jeremy Renner lék aðalhlutverkið í myndinni. Nú stendur til að kvikmynda framhaldið - Dead snow: War of the dead. Það er Sagafilm sem aðstoðar myndatökumenn við framleiðsluna hér á landi og samkvæmt erlendum vefsíðum munu upptökur hefjast í ágúst eða september. Söguþráður nýju myndarinnar er ekki mjög frábrugðin þeirri fyrri, utan að fleiri uppvakningar munu láta sjá sig samkvæmt tilkynningu frá leikstjóranum sjálfum, og var birt á erlendum vefsíðum fyrr á árinu. Það er því ekki ólíklegt að íslenskir leikarar fái að spreyta sig sem uppvakningar í nasistafötum. Hér fyrir ofan má sjá stiklu úr myndinni. Við vörum samt viðkvæma við, enda um hryllingsmynd að ræða. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa vart undan því að sinna erlendu tökuliði sem vill búa til kvikmyndir hér á landi. Nýjasta viðbótin er þó öllu nýstárlegri en þær kvikmyndir sem hafa verið teknar upp hér á landi, en sú fjallar um nasista og uppvakninga. Það var árið 2009 sem norski leikstjórinn Tommy Wirkola frumsýndi grínhrollvekju sína, Dead Snow. Umfjöllunarefni myndarinnar er nokkuð hefðbundið - með einu fráviki þó. Sagan segir frá nokkrum vinum sem fara í frí í fjallakofa í afskekktum firði í Noregi. Þar hitta þau fyrir dularfullan mann sem upplýsir þau um að nasistar hafi hertekið fjörðinn í seinni heimstyrjöldinni. Nasistarnir reyndust heldur illskeyttir og hlutu að lokum hörmuleg endalok. Í myndinni snúa þeir aftur sem grimmir uppvakningar og herja á ungmennin - sem verjast þó fimlega árásum ófreskjanna. Kvikmyndin skaut leikstjóranum á stjörnuhimininn og leikstýrði hann meðal annars hrollvekju um nornaveiðar Hans og Grétu, en óskarsverðlaunaleikarinn Jeremy Renner lék aðalhlutverkið í myndinni. Nú stendur til að kvikmynda framhaldið - Dead snow: War of the dead. Það er Sagafilm sem aðstoðar myndatökumenn við framleiðsluna hér á landi og samkvæmt erlendum vefsíðum munu upptökur hefjast í ágúst eða september. Söguþráður nýju myndarinnar er ekki mjög frábrugðin þeirri fyrri, utan að fleiri uppvakningar munu láta sjá sig samkvæmt tilkynningu frá leikstjóranum sjálfum, og var birt á erlendum vefsíðum fyrr á árinu. Það er því ekki ólíklegt að íslenskir leikarar fái að spreyta sig sem uppvakningar í nasistafötum. Hér fyrir ofan má sjá stiklu úr myndinni. Við vörum samt viðkvæma við, enda um hryllingsmynd að ræða.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira