Enski boltinn

Rodgers ætlar ekki að missa Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brendan Rodgers og Luis Suarez.
Brendan Rodgers og Luis Suarez. Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að halda Luis Suarez hjá Liverpool, þrátt fyrir áhuga Arsenal á kappanum.

Arsenal mun hafa lagt fram myndarlegt tilboð í Suarez sem stjórn Liverpool hafi hafnað. Rodgers á því ekki von á öðru en að Úrúgvæinn umdeildi verði áfram í Bítlaborginni.

„Hann er frábær leikmaður og enn leikmaður Liverpool. En það skiptir ekki hvað þú heitir, enginn er stærri en félagið,“ sagði knattspyrnustjórinn Rodgers við enska fjölmiðla.

„Luis er mikilvægur leikmaður í liðinu og ég hlakka til að vinna með honum aftur á næsta tímabili. Það hefur verið mikið fjallað um möguleg vistaskipti hans að undanförnu en eins og ég sagði þá er hann enn leikmaður Liverpool.“

„Við fengum tilboð sem við töldum ekki nærri því nógu gott. Hann vill auðvitað ná eins langt og mögulegt er en ég á ekki von á öðru en að hann verði áfram hjá okkur, ekki nema eitthvað mikið gerist.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.