Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júlí 2013 12:09 Blíðskaparveður tók á móti aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon þegar hann heimsótti Alþingi klukkan 10 í morgun. MYND/ARNÞÓR Mikill viðbúnaður er vegna komu Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til landsins en heimsókn hans hófst formlega í dag. Ban Ki-moon fundaði með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í morgun. Á fundinum var meðal annars rætt um áherslur Íslands á þróunarsamvinnu, mannréttindi og jafnréttismál. Utanríkisráðherra fagnaði sérstaklega alþjóðlegu átaki um aukna nýtingu sjálfbærra orkugjafa sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ýtt úr vör að frumkvæði Ban Ki-moon auk þess sem hann áréttaði mikilvægi ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur.Eftir fundinn með utanríkisráðherra hélt aðalframkvæmdastjórinn á Alþingi þar sem hann Kristján L. Möller, varaforseti Alþingis, tók á móti honum. Þar var hann fræddur um sögu og hætti þingsins, allt frá stofnun þess á Þingvöllum til sætaskipunar þingsins nú í dag. Að ávarpi Kristjáns loknu fékk Ki-moon skoðunarferð um húsið þar sem hann ritaði kveðju í gestabók Alþingis. Aðalframkvæmdastjórinn mun einnig funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra.Klukkan þrjú í dag heldur hann fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið: Ísland og Sameinuðu þjóðirnar: Sjálfbær framtíð fyrir alla. Ban Ki-moon mun einnig skoða starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, heimsækja Hellisheiðavirkjun í því skyni að kynna sér jarðhitanýtingu og áhrif loftslagsbreytinga á jökla Íslands. Ban Ki-moon hefur hvatt leiðtoga heimsins til þess að vera meðvitaða um þær áskoranir sem nú steðja að heimssamfélaginu, til að mynda áhrif loftslagsbreytinga og sjálfbæra auðlindanýtingu. Heimsókn aðalframkvæmdastjórans stendur til morguns en þá mun hann ásamt föruneyti sínu heimsækja Þingvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Ban Ki-moon heimsækir Ísland. Í raun hefur aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna ekki komið hingað til lands síðan árið 1997. Þá gegndi Kofi Annan áhrifastöðunni. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Mikill viðbúnaður er vegna komu Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til landsins en heimsókn hans hófst formlega í dag. Ban Ki-moon fundaði með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í morgun. Á fundinum var meðal annars rætt um áherslur Íslands á þróunarsamvinnu, mannréttindi og jafnréttismál. Utanríkisráðherra fagnaði sérstaklega alþjóðlegu átaki um aukna nýtingu sjálfbærra orkugjafa sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ýtt úr vör að frumkvæði Ban Ki-moon auk þess sem hann áréttaði mikilvægi ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur.Eftir fundinn með utanríkisráðherra hélt aðalframkvæmdastjórinn á Alþingi þar sem hann Kristján L. Möller, varaforseti Alþingis, tók á móti honum. Þar var hann fræddur um sögu og hætti þingsins, allt frá stofnun þess á Þingvöllum til sætaskipunar þingsins nú í dag. Að ávarpi Kristjáns loknu fékk Ki-moon skoðunarferð um húsið þar sem hann ritaði kveðju í gestabók Alþingis. Aðalframkvæmdastjórinn mun einnig funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra.Klukkan þrjú í dag heldur hann fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið: Ísland og Sameinuðu þjóðirnar: Sjálfbær framtíð fyrir alla. Ban Ki-moon mun einnig skoða starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, heimsækja Hellisheiðavirkjun í því skyni að kynna sér jarðhitanýtingu og áhrif loftslagsbreytinga á jökla Íslands. Ban Ki-moon hefur hvatt leiðtoga heimsins til þess að vera meðvitaða um þær áskoranir sem nú steðja að heimssamfélaginu, til að mynda áhrif loftslagsbreytinga og sjálfbæra auðlindanýtingu. Heimsókn aðalframkvæmdastjórans stendur til morguns en þá mun hann ásamt föruneyti sínu heimsækja Þingvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Ban Ki-moon heimsækir Ísland. Í raun hefur aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna ekki komið hingað til lands síðan árið 1997. Þá gegndi Kofi Annan áhrifastöðunni.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira