Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar 3. júlí 2013 18:45 Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. Hjörleifur Stefánsson arkitekt var að senda frá sér bókina Af jörðu - Íslensk torfhús en í henni fjallar hann um torfhús á Íslandi og byggingaraðferðir þeirra. Hann segir torfhúsin meðal merkustu menningarminja Íslands og okkur beri skylda til að varðveita þau. Hjörleifur segir að torfhús megi kalla þau hús sem hafa veggi að öllu leiti eða að hluta til úr torfi eða torfi og grjóti. En hvað eru mörg slík hús til á landinu? „Svarið í raun og veru ræðst af því hvað þú kallar torfbæ, það er aragrúi enn uppistandandi af hálfhrundum torfbæjum. Sumir eru reyndar alveg fallnir saman, og það er erfitt að greina á milli þess sem við köllum rúst og hálfhrunin bæ og uppistandandi bæ. En uppistandandi heilir bæir eru ekki margir, það er spurning um kannski á annan tug bæja á öllu landinu," segir Hjörleifur. Langflestir þeirra gefa ekki rétta mynd af hýbýlum Íslendinga áður fyrr að sögn Hjörleifs því glæsilegustu bæirnir, bæir sveitahöfðingja og prestssetur, hafi orðið fyrir valinu til varðveislu frekar en kot. „Í þetta safn vantar að mínu mati híbýli almennings og þeirra sem minna máttu sín til þess að gefa raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar á þessum tíma." Hjörleifur segir torfbæinn enn táknmynd íslensku sveitarinnar í hugum margra og það hafi sannast í tilraun sem hann gerði í tengslum við bókina í samstarfi við kennara í Melaskóla. „Níu ára gömul börn voru fengin til þess að teikna íslenskan sveitabæ. Af 72 teikningum reyndust yfir 50 vera af torfbæ. Þetta fannst mér stórmerkilegt. Vegna þess að ég tel nokkuð víst að mörg þessara barna hafi aldrei séð torfbæ, en torfbærinn sem táknmynd íslenskrar þjóðmenningar getur borist svona á milli kynslóða á þennan hátt," segir Hjörleifur.Hjörleifur Stefánsson arkitekt Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. Hjörleifur Stefánsson arkitekt var að senda frá sér bókina Af jörðu - Íslensk torfhús en í henni fjallar hann um torfhús á Íslandi og byggingaraðferðir þeirra. Hann segir torfhúsin meðal merkustu menningarminja Íslands og okkur beri skylda til að varðveita þau. Hjörleifur segir að torfhús megi kalla þau hús sem hafa veggi að öllu leiti eða að hluta til úr torfi eða torfi og grjóti. En hvað eru mörg slík hús til á landinu? „Svarið í raun og veru ræðst af því hvað þú kallar torfbæ, það er aragrúi enn uppistandandi af hálfhrundum torfbæjum. Sumir eru reyndar alveg fallnir saman, og það er erfitt að greina á milli þess sem við köllum rúst og hálfhrunin bæ og uppistandandi bæ. En uppistandandi heilir bæir eru ekki margir, það er spurning um kannski á annan tug bæja á öllu landinu," segir Hjörleifur. Langflestir þeirra gefa ekki rétta mynd af hýbýlum Íslendinga áður fyrr að sögn Hjörleifs því glæsilegustu bæirnir, bæir sveitahöfðingja og prestssetur, hafi orðið fyrir valinu til varðveislu frekar en kot. „Í þetta safn vantar að mínu mati híbýli almennings og þeirra sem minna máttu sín til þess að gefa raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar á þessum tíma." Hjörleifur segir torfbæinn enn táknmynd íslensku sveitarinnar í hugum margra og það hafi sannast í tilraun sem hann gerði í tengslum við bókina í samstarfi við kennara í Melaskóla. „Níu ára gömul börn voru fengin til þess að teikna íslenskan sveitabæ. Af 72 teikningum reyndust yfir 50 vera af torfbæ. Þetta fannst mér stórmerkilegt. Vegna þess að ég tel nokkuð víst að mörg þessara barna hafi aldrei séð torfbæ, en torfbærinn sem táknmynd íslenskrar þjóðmenningar getur borist svona á milli kynslóða á þennan hátt," segir Hjörleifur.Hjörleifur Stefánsson arkitekt
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira