Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar 3. júlí 2013 18:45 Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. Hjörleifur Stefánsson arkitekt var að senda frá sér bókina Af jörðu - Íslensk torfhús en í henni fjallar hann um torfhús á Íslandi og byggingaraðferðir þeirra. Hann segir torfhúsin meðal merkustu menningarminja Íslands og okkur beri skylda til að varðveita þau. Hjörleifur segir að torfhús megi kalla þau hús sem hafa veggi að öllu leiti eða að hluta til úr torfi eða torfi og grjóti. En hvað eru mörg slík hús til á landinu? „Svarið í raun og veru ræðst af því hvað þú kallar torfbæ, það er aragrúi enn uppistandandi af hálfhrundum torfbæjum. Sumir eru reyndar alveg fallnir saman, og það er erfitt að greina á milli þess sem við köllum rúst og hálfhrunin bæ og uppistandandi bæ. En uppistandandi heilir bæir eru ekki margir, það er spurning um kannski á annan tug bæja á öllu landinu," segir Hjörleifur. Langflestir þeirra gefa ekki rétta mynd af hýbýlum Íslendinga áður fyrr að sögn Hjörleifs því glæsilegustu bæirnir, bæir sveitahöfðingja og prestssetur, hafi orðið fyrir valinu til varðveislu frekar en kot. „Í þetta safn vantar að mínu mati híbýli almennings og þeirra sem minna máttu sín til þess að gefa raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar á þessum tíma." Hjörleifur segir torfbæinn enn táknmynd íslensku sveitarinnar í hugum margra og það hafi sannast í tilraun sem hann gerði í tengslum við bókina í samstarfi við kennara í Melaskóla. „Níu ára gömul börn voru fengin til þess að teikna íslenskan sveitabæ. Af 72 teikningum reyndust yfir 50 vera af torfbæ. Þetta fannst mér stórmerkilegt. Vegna þess að ég tel nokkuð víst að mörg þessara barna hafi aldrei séð torfbæ, en torfbærinn sem táknmynd íslenskrar þjóðmenningar getur borist svona á milli kynslóða á þennan hátt," segir Hjörleifur.Hjörleifur Stefánsson arkitekt Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. Hjörleifur Stefánsson arkitekt var að senda frá sér bókina Af jörðu - Íslensk torfhús en í henni fjallar hann um torfhús á Íslandi og byggingaraðferðir þeirra. Hann segir torfhúsin meðal merkustu menningarminja Íslands og okkur beri skylda til að varðveita þau. Hjörleifur segir að torfhús megi kalla þau hús sem hafa veggi að öllu leiti eða að hluta til úr torfi eða torfi og grjóti. En hvað eru mörg slík hús til á landinu? „Svarið í raun og veru ræðst af því hvað þú kallar torfbæ, það er aragrúi enn uppistandandi af hálfhrundum torfbæjum. Sumir eru reyndar alveg fallnir saman, og það er erfitt að greina á milli þess sem við köllum rúst og hálfhrunin bæ og uppistandandi bæ. En uppistandandi heilir bæir eru ekki margir, það er spurning um kannski á annan tug bæja á öllu landinu," segir Hjörleifur. Langflestir þeirra gefa ekki rétta mynd af hýbýlum Íslendinga áður fyrr að sögn Hjörleifs því glæsilegustu bæirnir, bæir sveitahöfðingja og prestssetur, hafi orðið fyrir valinu til varðveislu frekar en kot. „Í þetta safn vantar að mínu mati híbýli almennings og þeirra sem minna máttu sín til þess að gefa raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar á þessum tíma." Hjörleifur segir torfbæinn enn táknmynd íslensku sveitarinnar í hugum margra og það hafi sannast í tilraun sem hann gerði í tengslum við bókina í samstarfi við kennara í Melaskóla. „Níu ára gömul börn voru fengin til þess að teikna íslenskan sveitabæ. Af 72 teikningum reyndust yfir 50 vera af torfbæ. Þetta fannst mér stórmerkilegt. Vegna þess að ég tel nokkuð víst að mörg þessara barna hafi aldrei séð torfbæ, en torfbærinn sem táknmynd íslenskrar þjóðmenningar getur borist svona á milli kynslóða á þennan hátt," segir Hjörleifur.Hjörleifur Stefánsson arkitekt
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira