Bandarísk stjórnvöld brutu gegn stjórnarskránni - Vill að Snowden verði Íslendingur Boði Logason skrifar 4. júlí 2013 12:58 "Sá sem að upplýsti heimsbyggðina, og þar með Íslendinga, um persónunjósnir Bandaríkjanna, er Edward Snowden. Hann er nú hundeltur og á hvergi höfði að halla. Mynd/365 Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hér á landi hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með persónunjósnum sínum. Veita ætti bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden landvistarleyfi hér á landi. Ögmundur vísaði til 71. greinar stjórnarskrárinnar þar sem segir meðal annars: „Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum..." „Sá sem að upplýsti heimsbyggðina, og þar með Íslendinga, um persónunjósnir Bandaríkjanna, er Edward Snowden. Hann er nú hundeltur og á hvergi höfði að halla. Ég hef áður beint því til Alþingis, og þar á meðal allsherjarnefndar þingsins sérstaklega, að taka málið upp og hafa forgöngu um að Íslendingar veiti Edward Snowden landvist á Íslandi," sagði Ögmundur. Og beindi því næst spurningu til Unnar Brár Konráðsdóttur, formanns Allsherjarnefndar, um það hvort að nefndin hafi tekið málið upp og hvort að hún muni beita sér fyrir því. Unnur Brá sagði að ekki hafi verið fjallað um málið í nefndinni vísaði til þess að hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. „Mér vitanlega hefur ekki komið fram, mér vitanlega, umsókn frá þessum tiltekna einstaklingi umsókn um ríkisborgararétt hér á Íslandi. Og þess vegna hefur nefndin ekki tekið þetta fyrir, og ég hef ekki áform um að gera það, nema annað tilefni gefist til. Hvernig ætti umfjöllun nefndarinnar að fara fram? Við höfum engin gögn, engar upplýsingar og þar af leiðandi engar forsendur, til þess að meta það hvort að þessi einstaklingur sem hér sé spurt um uppfylil þau skilyrði og ástæða sé til þess fyrir okkur að taka það mál til umfjöllunar," sagði Unnur Brá. Ögmundur sagði á hins vegar að heimspressan væri uppfull af upplýsingum um málefni Snowdens og auk þess lægju fyrir beinar upplýsingar frá íslenskum þegnum um málið. Þá sagði Ögmundur að ekki ætti að taka á málinu sem hefðbundinni hælisumsókn heldur sem mannréttindamáli sem Alþingi ætti að hafa frumkvæði að. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hér á landi hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með persónunjósnum sínum. Veita ætti bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden landvistarleyfi hér á landi. Ögmundur vísaði til 71. greinar stjórnarskrárinnar þar sem segir meðal annars: „Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum..." „Sá sem að upplýsti heimsbyggðina, og þar með Íslendinga, um persónunjósnir Bandaríkjanna, er Edward Snowden. Hann er nú hundeltur og á hvergi höfði að halla. Ég hef áður beint því til Alþingis, og þar á meðal allsherjarnefndar þingsins sérstaklega, að taka málið upp og hafa forgöngu um að Íslendingar veiti Edward Snowden landvist á Íslandi," sagði Ögmundur. Og beindi því næst spurningu til Unnar Brár Konráðsdóttur, formanns Allsherjarnefndar, um það hvort að nefndin hafi tekið málið upp og hvort að hún muni beita sér fyrir því. Unnur Brá sagði að ekki hafi verið fjallað um málið í nefndinni vísaði til þess að hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. „Mér vitanlega hefur ekki komið fram, mér vitanlega, umsókn frá þessum tiltekna einstaklingi umsókn um ríkisborgararétt hér á Íslandi. Og þess vegna hefur nefndin ekki tekið þetta fyrir, og ég hef ekki áform um að gera það, nema annað tilefni gefist til. Hvernig ætti umfjöllun nefndarinnar að fara fram? Við höfum engin gögn, engar upplýsingar og þar af leiðandi engar forsendur, til þess að meta það hvort að þessi einstaklingur sem hér sé spurt um uppfylil þau skilyrði og ástæða sé til þess fyrir okkur að taka það mál til umfjöllunar," sagði Unnur Brá. Ögmundur sagði á hins vegar að heimspressan væri uppfull af upplýsingum um málefni Snowdens og auk þess lægju fyrir beinar upplýsingar frá íslenskum þegnum um málið. Þá sagði Ögmundur að ekki ætti að taka á málinu sem hefðbundinni hælisumsókn heldur sem mannréttindamáli sem Alþingi ætti að hafa frumkvæði að.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira