„Bandaríkjamenn beita vinaþjóðir fordæmalausri hörku“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. júlí 2013 19:01 "Það sem við höfum séð í þessu máli er fordæmalaus harka sem Bandaríkjamenn beita sínar vinaþjóðir," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. MYND/AP Talsmaður Wikileaks segir Bandaríkjamenn beita vinaþjóðir sínar fordæmalausri hörku og ofbeldi vegna uppljóstrarans Edward Snowdens. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við utanríkisráðuneytið að Snowden verði framseldur komi hann hingað til lands. Utanríkisráðuneytið tók í síðustu viku á móti orðsendingu frá bandaríska sendiráðinu með beiðni um framsal á Edward Snowden. Beiðnin var framsend til innanríkisráðuneytisins til lögformlegrar meðferðar, hún verður þó ekki tekin til framkvæmda enda situ hinn landlausi Snowden enn sem fastast á alþjóða flugvellinum í Moskvu. „Það sem við höfum séð í þessu máli er fordæmalaus harka sem Bandaríkjamenn beita sínar vinaþjóðir," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. „Þessi framsalskrafa — sem send er fyrirfram — er liður í þessu ferli og verður ekki túlkuð með öðrum hætti en sem partur af þessum þrýstingi og hótunum Bandaríkjamanna."„Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden.MYND/APSnowden hefur sótt um hæli í um þrjátíu löndum, þar á meðal hér á landi. Yfirvöld í Venesúela og Nígaragúa hafa lýst yfir áhuga að fá Snowden til síns. Alþingi felldi á dögunum tillögu þess efnis að mál Snowdens færi í nefnd en hún var lögð fram af þingmönnum Pírata eftir að formleg umsókn Snowden um íslenskan ríkisborgararétt barst. „Maður heldur náttúrulega í vonina að það verðir breyting á viðhorfum, sérstaklega hjá þessum þjóðum í Evrópu sem maður hefði nú haldið að tækju sínar eigin ákvarðanir í sínum málum." The Guardian birti í dag seinni hluta viðtals við Snowden sem tekið var í júní. Þar ítrekar Snowden að trú hans á friðhelgi einkalífsins hafi verið hvatinn að lekanum. „Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden. „Það er ekki nokkuð sem ég vil styðja eða stuðla að og það er ekki nokkuð sem ég er tilbúinn að búa við.“ „Ég held að margir af minni kynslóð, þeir sem hafa alist upp við Internetið hafi skilið þetta svona.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Talsmaður Wikileaks segir Bandaríkjamenn beita vinaþjóðir sínar fordæmalausri hörku og ofbeldi vegna uppljóstrarans Edward Snowdens. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við utanríkisráðuneytið að Snowden verði framseldur komi hann hingað til lands. Utanríkisráðuneytið tók í síðustu viku á móti orðsendingu frá bandaríska sendiráðinu með beiðni um framsal á Edward Snowden. Beiðnin var framsend til innanríkisráðuneytisins til lögformlegrar meðferðar, hún verður þó ekki tekin til framkvæmda enda situ hinn landlausi Snowden enn sem fastast á alþjóða flugvellinum í Moskvu. „Það sem við höfum séð í þessu máli er fordæmalaus harka sem Bandaríkjamenn beita sínar vinaþjóðir," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. „Þessi framsalskrafa — sem send er fyrirfram — er liður í þessu ferli og verður ekki túlkuð með öðrum hætti en sem partur af þessum þrýstingi og hótunum Bandaríkjamanna."„Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden.MYND/APSnowden hefur sótt um hæli í um þrjátíu löndum, þar á meðal hér á landi. Yfirvöld í Venesúela og Nígaragúa hafa lýst yfir áhuga að fá Snowden til síns. Alþingi felldi á dögunum tillögu þess efnis að mál Snowdens færi í nefnd en hún var lögð fram af þingmönnum Pírata eftir að formleg umsókn Snowden um íslenskan ríkisborgararétt barst. „Maður heldur náttúrulega í vonina að það verðir breyting á viðhorfum, sérstaklega hjá þessum þjóðum í Evrópu sem maður hefði nú haldið að tækju sínar eigin ákvarðanir í sínum málum." The Guardian birti í dag seinni hluta viðtals við Snowden sem tekið var í júní. Þar ítrekar Snowden að trú hans á friðhelgi einkalífsins hafi verið hvatinn að lekanum. „Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden. „Það er ekki nokkuð sem ég vil styðja eða stuðla að og það er ekki nokkuð sem ég er tilbúinn að búa við.“ „Ég held að margir af minni kynslóð, þeir sem hafa alist upp við Internetið hafi skilið þetta svona.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent