Hundurinn Lúkas snýr aftur Jóhannes Stefánsson skrifar 19. júní 2013 12:51 Lúkas var talinn látinn, en birtist svo á vappi í Vaðlaheiði. Leikfélagið Norðurbandalagið mun á föstudaginn frumsýna leikritið Lúkas sem byggt er á stóra Lúkasarmálinu. Verkið verður sýnt í Rýminu á Akureyri næstu vikur. Í tilkynningu frá leikfélaginu segir að „verkið sé byggt á sögu sem allir þekkja en fæstir viðurkenna að hafa tekið þátt í". Einnig að hér sé á ferð kolsvartur húmor sem ekki sé við hæfi barna undir 14 ára aldri. Verkið byggir á sönnum sögum í tengslum við Lúkasarmálið, sem á rætur sínar að rekja til Bíladaga árið 2007. Þá týndist hundurinn Lúkas og komust í kjölfarið upplognar sögur á kreik um að hópur drengja hefði sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað úr honum líftóruna. Ákveðnir einstaklingar fóru hamförum í kommentakerfum fjölmiðlanna og spöruðu ekki stóru orðin um hina grunuðu, og sérstaklega einn dreng sem var sagður „höfuðpaur" málsins. Í kjölfarið voru minningarathafnir haldnar um Lúkas litla þar sem fólk kveikti á kertum, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Lúkas mun svo hafa risið frá dauðum, eða því sem næst, enda sást hann á vappi í Vaðlaheiðinni utan Akureyrar. Sögusagnirnar reyndust því allar rangar og fúkyrðaflaumurinn hafði verið til einskis annars en að varpa ljósi á skapgerð þeirra sem létu orðin falla. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Gunnar Th. en hann hefur meðal annars sett upp Hárið, Rocky Horror, Djáknann á Myrká, Himnaríki og Date svo eitthvað sé nefnt. Tónlistarstjóri sýningarinnar er Þorvaldur Örn Davíðsson, hann hefur nú smíðað heilt orgel með skolprörum sem nýtt er í sýninguna. Lúkasarmálið Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Leikfélagið Norðurbandalagið mun á föstudaginn frumsýna leikritið Lúkas sem byggt er á stóra Lúkasarmálinu. Verkið verður sýnt í Rýminu á Akureyri næstu vikur. Í tilkynningu frá leikfélaginu segir að „verkið sé byggt á sögu sem allir þekkja en fæstir viðurkenna að hafa tekið þátt í". Einnig að hér sé á ferð kolsvartur húmor sem ekki sé við hæfi barna undir 14 ára aldri. Verkið byggir á sönnum sögum í tengslum við Lúkasarmálið, sem á rætur sínar að rekja til Bíladaga árið 2007. Þá týndist hundurinn Lúkas og komust í kjölfarið upplognar sögur á kreik um að hópur drengja hefði sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað úr honum líftóruna. Ákveðnir einstaklingar fóru hamförum í kommentakerfum fjölmiðlanna og spöruðu ekki stóru orðin um hina grunuðu, og sérstaklega einn dreng sem var sagður „höfuðpaur" málsins. Í kjölfarið voru minningarathafnir haldnar um Lúkas litla þar sem fólk kveikti á kertum, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Lúkas mun svo hafa risið frá dauðum, eða því sem næst, enda sást hann á vappi í Vaðlaheiðinni utan Akureyrar. Sögusagnirnar reyndust því allar rangar og fúkyrðaflaumurinn hafði verið til einskis annars en að varpa ljósi á skapgerð þeirra sem létu orðin falla. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Gunnar Th. en hann hefur meðal annars sett upp Hárið, Rocky Horror, Djáknann á Myrká, Himnaríki og Date svo eitthvað sé nefnt. Tónlistarstjóri sýningarinnar er Þorvaldur Örn Davíðsson, hann hefur nú smíðað heilt orgel með skolprörum sem nýtt er í sýninguna.
Lúkasarmálið Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira