Kjálkafjarðarógnin kallar á breytingu vegarins Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2013 20:41 Vegagerðin neyðist til að endurhanna Vestfjarðaveg um skriðuna miklu sem féll í Kjálkafirði í vor. Fjarlægja þarf gríðarlegt efnismagn úr fjallshlíðinni til að draga úr þeirri ógn sem hún veldur vegfarendum. Það var þann 23. apríl þegar starfsmenn Suðurverks voru að vinna að gerð nýs vegar sem 220 þúsund rúmmetrar af grjóturð hrundu niður fjallshlíðina og lokuðu veginum. Hrikaleg björg, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2 í kvöld, komu niður með skriðunni, 60-100 tonna steinar, að sögn Gísla Eysteinssonar, verkstjóra hjá Suðurverki. Eftir að skriðan féll ákvað Vegagerðin að vakta svæðið, og lokaði veginum yfir nóttina og í rigningum. Gísli segir í fréttum Stöðvar 2 að ef það geri mikla rigningartíð séu menn mjög hræddir um að þetta geti farið af stað aftur. Um það geti þó enginn sagt með vissu. Óvissan bitnar verst á íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, segist treysta því, og vita það, að Vegagerðin í samráði við verktakann sé að skoða þetta og fylgist mjög vel með málum. „Þetta kemur sér óneitanlega mjög óþægilega fyrir íbúana, atvinnufyrirtæki að ég tali nú ekki um ferðamenn," segir Eyrún. Vegagerðin hefur nú gefið það út að framhlaupið sé stöðugt, ekki sé talin hætta á að það fari af stað en áfram verði fylgst grannt með. Hjá Vegagerðinni er jafnframt byrjað að endurhanna veginn á þessum kafla og segir Magnús Jóhannsson svæðisstjóri líklegt að niðurstaðan verði sú að legu hans verði breytt lítillega um leið og miklu af efni verði mokað úr skriðunni. Tengdar fréttir Heppni að enginn slasaðist í Kjálkafirði Mildi þykir að ekki urðu slys á mönnum þegar stór skriða féll á Vestfjarðaveg í Kjálkafirði í dag. Stór grafa frá fyrirtækinu Suðurverki, sem þarna vinnur að vegagerð, lenti í skriðunni, en gröfustjórinn slapp án meiðsla. "Það var guðsmildi að ekki fór verr," sagði Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki. Undir það tekur Þórhallur Gestsson, starfsmaður Suðurverks: "Það var heppni að ekki varð slys á fólki," segir Þórhallur, sem tók meðfylgjandi mynd. Skriðan er rétt fyrir innan Litlanes og féll á svæði þar sem nokkrar vinnuvélar hafa verið að störfum. Skriðan fór upp á vélarhlíf Caterpillar-gröfu en gröfustjórinn hafði áður tekið eftir sprungu í jarðveginum. Gísli áætlar að skriðan sé um 70 metra breið og 30 metra þykk. Hún lokar Vestfjarðavegi en þetta er aðalleiðin til Patreksfjarðar og annarra byggða á sunnaverðum Vestfjörðum. Vegagerðin telur ólíklegt að náist að opna veginn fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Vegna þessa fer Breiðafjarðarferjan Baldur aukaferð í fyrramálið. 23. apríl 2013 18:31 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Vegagerðin neyðist til að endurhanna Vestfjarðaveg um skriðuna miklu sem féll í Kjálkafirði í vor. Fjarlægja þarf gríðarlegt efnismagn úr fjallshlíðinni til að draga úr þeirri ógn sem hún veldur vegfarendum. Það var þann 23. apríl þegar starfsmenn Suðurverks voru að vinna að gerð nýs vegar sem 220 þúsund rúmmetrar af grjóturð hrundu niður fjallshlíðina og lokuðu veginum. Hrikaleg björg, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2 í kvöld, komu niður með skriðunni, 60-100 tonna steinar, að sögn Gísla Eysteinssonar, verkstjóra hjá Suðurverki. Eftir að skriðan féll ákvað Vegagerðin að vakta svæðið, og lokaði veginum yfir nóttina og í rigningum. Gísli segir í fréttum Stöðvar 2 að ef það geri mikla rigningartíð séu menn mjög hræddir um að þetta geti farið af stað aftur. Um það geti þó enginn sagt með vissu. Óvissan bitnar verst á íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, segist treysta því, og vita það, að Vegagerðin í samráði við verktakann sé að skoða þetta og fylgist mjög vel með málum. „Þetta kemur sér óneitanlega mjög óþægilega fyrir íbúana, atvinnufyrirtæki að ég tali nú ekki um ferðamenn," segir Eyrún. Vegagerðin hefur nú gefið það út að framhlaupið sé stöðugt, ekki sé talin hætta á að það fari af stað en áfram verði fylgst grannt með. Hjá Vegagerðinni er jafnframt byrjað að endurhanna veginn á þessum kafla og segir Magnús Jóhannsson svæðisstjóri líklegt að niðurstaðan verði sú að legu hans verði breytt lítillega um leið og miklu af efni verði mokað úr skriðunni.
Tengdar fréttir Heppni að enginn slasaðist í Kjálkafirði Mildi þykir að ekki urðu slys á mönnum þegar stór skriða féll á Vestfjarðaveg í Kjálkafirði í dag. Stór grafa frá fyrirtækinu Suðurverki, sem þarna vinnur að vegagerð, lenti í skriðunni, en gröfustjórinn slapp án meiðsla. "Það var guðsmildi að ekki fór verr," sagði Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki. Undir það tekur Þórhallur Gestsson, starfsmaður Suðurverks: "Það var heppni að ekki varð slys á fólki," segir Þórhallur, sem tók meðfylgjandi mynd. Skriðan er rétt fyrir innan Litlanes og féll á svæði þar sem nokkrar vinnuvélar hafa verið að störfum. Skriðan fór upp á vélarhlíf Caterpillar-gröfu en gröfustjórinn hafði áður tekið eftir sprungu í jarðveginum. Gísli áætlar að skriðan sé um 70 metra breið og 30 metra þykk. Hún lokar Vestfjarðavegi en þetta er aðalleiðin til Patreksfjarðar og annarra byggða á sunnaverðum Vestfjörðum. Vegagerðin telur ólíklegt að náist að opna veginn fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Vegna þessa fer Breiðafjarðarferjan Baldur aukaferð í fyrramálið. 23. apríl 2013 18:31 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Heppni að enginn slasaðist í Kjálkafirði Mildi þykir að ekki urðu slys á mönnum þegar stór skriða féll á Vestfjarðaveg í Kjálkafirði í dag. Stór grafa frá fyrirtækinu Suðurverki, sem þarna vinnur að vegagerð, lenti í skriðunni, en gröfustjórinn slapp án meiðsla. "Það var guðsmildi að ekki fór verr," sagði Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki. Undir það tekur Þórhallur Gestsson, starfsmaður Suðurverks: "Það var heppni að ekki varð slys á fólki," segir Þórhallur, sem tók meðfylgjandi mynd. Skriðan er rétt fyrir innan Litlanes og féll á svæði þar sem nokkrar vinnuvélar hafa verið að störfum. Skriðan fór upp á vélarhlíf Caterpillar-gröfu en gröfustjórinn hafði áður tekið eftir sprungu í jarðveginum. Gísli áætlar að skriðan sé um 70 metra breið og 30 metra þykk. Hún lokar Vestfjarðavegi en þetta er aðalleiðin til Patreksfjarðar og annarra byggða á sunnaverðum Vestfjörðum. Vegagerðin telur ólíklegt að náist að opna veginn fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Vegna þessa fer Breiðafjarðarferjan Baldur aukaferð í fyrramálið. 23. apríl 2013 18:31