Innlent

Rannsóknarlögreglumaður segir aðgerðir gegn klámi á skráardeilisíðum flókið mál

Dæmi eru um að börn noti klámmyndir sem gjaldmiðil á skráardeilisíðum líkt og deildu.net. Athugið að myndin tengist fréttinni ekki beint
Dæmi eru um að börn noti klámmyndir sem gjaldmiðil á skráardeilisíðum líkt og deildu.net. Athugið að myndin tengist fréttinni ekki beint
MLÞ skrifar:

Dæmi eru um að börn noti klámmyndir sem þau finna á netinu sem gjaldmiðil á skráardeilisíður líkt og deildu.net. Forsenda þess að fá niðurhal á síðunni er að setja inn vinsælt efni á móti. Því hafa notendur margir brugðið á það ráð að hala inn klámi. Meðal annars börn.

Samkvæmt 210. Grein almennra hegningarlaga er öll dreifing á klámi bönnuð og lögin því brotin í hvert skipti sem slík skráarskipti eiga sér stað.

Hefðbundnar netsíur ná ekki yfir starfsemi  skráardeilisíðna og börnin því óvarin gagnvart klámefni sem þar er inni. Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður sérhæfir sig í netöryggi barna. Hann segir vandann erfiðan við að etja en ábyrgðin liggi þó fyrst og fremst hjá foreldrum sem verði að uppfræða börn sín um ábyrga netnotkun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×