Tollvörður vill milljónir - og vinnuna aftur Hjörtur Hjartarson skrifar 11. maí 2013 18:50 Tollvörður, sem um tíma lá undir grun að hafa átt aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli, mun á næstunni hefja störf á ný hjá embætti tollstjóra. Lögmaður tollvarðarins undirbýr nú fyrir hönd skjólstæðings síns kröfu um miskabætur fyrir að hafa setið í fjórar vikur í einangrun að ósekju. Tollvörðurinn var leystu frá störfum þegar hann var hnepptur í gæsluvarðhald í kjölfar þess að upp komst um tilraun til að smygla um 17 kíló af amfetamíni og einum komma sjö lítrum af amfetamínbasa í póstsendingu frá Danmörku. Frændi tollvarðarins er sagður einn af höfuðpaurunum í málinu og af þeim sökum mun grunur hafa beinst að honum upphaflega. Talið var að tollvörðurinn hefði séð til þess að fíkniefnahundur hafi ekki verið við vinnu þegar sendingin kom til landsins. Ekkert benti hinsvegar til þess að sá grunur væri á rökum reistur. Að sögn Ómars Bjarnþórssonar, lögmanni tollvarðarins, neitaði skjólstæðingur hans sök allan tímann sem hann sat í gæsluvarðhaldi og lagði fram gögn og vitnisburði máli sínu til stuðnings. Farið var yfir öll símasamskipti þeirra frænda og leiddi sú rannsókn ekkert misjafnt í ljós. Tollvörðurinn hyggst núna stefna ríkinu til greiðslu miskabóta fyrir að hafa setið í einangrun að ósekju. Að sögn Ómars liggur ekki fyrir hversu há upphæðin verður en ljóst sé að um margar milljónir sé að ræða. Tollvörðurinn mun í næstu viku hefja störf hjá embætti tollstjóra á nýjan leik. Hann var á hálfum launum þann tíma sem hann var frá vinnu en fær nú afturvirkt full laun. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Tollvörður, sem um tíma lá undir grun að hafa átt aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli, mun á næstunni hefja störf á ný hjá embætti tollstjóra. Lögmaður tollvarðarins undirbýr nú fyrir hönd skjólstæðings síns kröfu um miskabætur fyrir að hafa setið í fjórar vikur í einangrun að ósekju. Tollvörðurinn var leystu frá störfum þegar hann var hnepptur í gæsluvarðhald í kjölfar þess að upp komst um tilraun til að smygla um 17 kíló af amfetamíni og einum komma sjö lítrum af amfetamínbasa í póstsendingu frá Danmörku. Frændi tollvarðarins er sagður einn af höfuðpaurunum í málinu og af þeim sökum mun grunur hafa beinst að honum upphaflega. Talið var að tollvörðurinn hefði séð til þess að fíkniefnahundur hafi ekki verið við vinnu þegar sendingin kom til landsins. Ekkert benti hinsvegar til þess að sá grunur væri á rökum reistur. Að sögn Ómars Bjarnþórssonar, lögmanni tollvarðarins, neitaði skjólstæðingur hans sök allan tímann sem hann sat í gæsluvarðhaldi og lagði fram gögn og vitnisburði máli sínu til stuðnings. Farið var yfir öll símasamskipti þeirra frænda og leiddi sú rannsókn ekkert misjafnt í ljós. Tollvörðurinn hyggst núna stefna ríkinu til greiðslu miskabóta fyrir að hafa setið í einangrun að ósekju. Að sögn Ómars liggur ekki fyrir hversu há upphæðin verður en ljóst sé að um margar milljónir sé að ræða. Tollvörðurinn mun í næstu viku hefja störf hjá embætti tollstjóra á nýjan leik. Hann var á hálfum launum þann tíma sem hann var frá vinnu en fær nú afturvirkt full laun.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira