Hótel rís á jörð Bjarna frá Vogi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2013 19:05 Fyrsta hótelið í sögu Fellsstrandar í Dalasýslu hefur hafið rekstur. Fjósi var breytt í gistiherbergi og hlaðan varð að stórum veitingasal. Jörðin Vogur á Fellsströnd er þekktust fyrir Bjarna frá Vogi, alþingismann og rithöfund, sem kenndi sig við hana, og þar er minning hans varðveitt. Bjarni var kunnur fyrir vindla sem hann flutti inn og fyrir nýyrðasmíð; orðið knattspyrna er til dæmis frá honum komið. Gamli bær Bjarna var í fjöruborðinu, ný bæjarhús risu síðar fjær sjónum en þegar hefðbundinn kúabúskapur lagðist af fyrir áratug eignuðust hjónin Guðmundur Halldórsson og Sólveig Hauksdóttir jörðina. Í fyrra hófu þau að breyta útihúsunum í veitinga- og gistihús, sem þau opnuðu um síðustu jól undir heitinu Vogur sveitasetur. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Guðmundur viðtökurnar ótrúlega góðar. Fram til þessa hafi gestirnir þó fyrst og fremst útlendingar, Íslendingar viti ekki af þessu, en hann kveðst fyrst og fremst markaðssetja gistinguna á netinu. Þau ákváðu strax að að hafa aðstöðuna veglega, átján 2ja manna gistiherbergi eru rúmgóð og öll með baði, þarna eru heitur pottur og gufubað, og í veitingasal er hægt að þjóna sjötíu manns til borðs. Guðmundur vonast til að uppbyggingin efli byggð á svæðinu. Þar hafi verið mikið undanhald síðustu ár og engin nýsköpun verið í gangi. Dæmi um viðsnúning er að kokkurinn og hans kona eru flutt úr Reykjavík og sest að í sveitinni. Guðmundur segist eiga eftir að koma staðnum á kortið. Fæstir Íslendingar hafi heyrt um Fellsströnd, þótt þarna sé náttúrufegurð og Breiðafjarðareyjar við þröskuldinn. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Fyrsta hótelið í sögu Fellsstrandar í Dalasýslu hefur hafið rekstur. Fjósi var breytt í gistiherbergi og hlaðan varð að stórum veitingasal. Jörðin Vogur á Fellsströnd er þekktust fyrir Bjarna frá Vogi, alþingismann og rithöfund, sem kenndi sig við hana, og þar er minning hans varðveitt. Bjarni var kunnur fyrir vindla sem hann flutti inn og fyrir nýyrðasmíð; orðið knattspyrna er til dæmis frá honum komið. Gamli bær Bjarna var í fjöruborðinu, ný bæjarhús risu síðar fjær sjónum en þegar hefðbundinn kúabúskapur lagðist af fyrir áratug eignuðust hjónin Guðmundur Halldórsson og Sólveig Hauksdóttir jörðina. Í fyrra hófu þau að breyta útihúsunum í veitinga- og gistihús, sem þau opnuðu um síðustu jól undir heitinu Vogur sveitasetur. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Guðmundur viðtökurnar ótrúlega góðar. Fram til þessa hafi gestirnir þó fyrst og fremst útlendingar, Íslendingar viti ekki af þessu, en hann kveðst fyrst og fremst markaðssetja gistinguna á netinu. Þau ákváðu strax að að hafa aðstöðuna veglega, átján 2ja manna gistiherbergi eru rúmgóð og öll með baði, þarna eru heitur pottur og gufubað, og í veitingasal er hægt að þjóna sjötíu manns til borðs. Guðmundur vonast til að uppbyggingin efli byggð á svæðinu. Þar hafi verið mikið undanhald síðustu ár og engin nýsköpun verið í gangi. Dæmi um viðsnúning er að kokkurinn og hans kona eru flutt úr Reykjavík og sest að í sveitinni. Guðmundur segist eiga eftir að koma staðnum á kortið. Fæstir Íslendingar hafi heyrt um Fellsströnd, þótt þarna sé náttúrufegurð og Breiðafjarðareyjar við þröskuldinn.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira