Innlent

Fundurinn haldinn til að skýra myndina

Katrín Jakobsdóttir formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir formaður VG.
„Þetta var ágætur fundur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, eftir að hún hitti Sigmund Davíð Gunnlaugsson í morgun. Fundarefnið var stjórnarmyndun, en Sigmundur Davíð sagði í gær, þegar hann fékk stjórnarmyndunarumboð, að hann hygðist ræða við forystumenn allra flokka á Alþingi. Katrín sagði við fréttamann Stöðvar 2 og Vísis að engin niðurstaða hefði orðið af fundinum, en farið hefði verið yfir þau stefnumál sem VG og Framsóknarflokkurinn myndu leggja áherslu á ef til stjórnarmyndunar kæmi.

Katrín sagði allt of snemmt að segja til um hvort VG yrði hugsanlega hluti af ríkisstjórn. Fundurinn hefði einungis verið til að skýra myndina. Þá sagði Katrín að myndun minnihlutastjórnar hefði komið til tals, en einungis óformlega. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata reifaði hugmynd um minnihlutastjórn, á fésbókarsíðu sinni í morgun. Katrín segir að umræður hennar og Sigmundar um minnihlutastjórn hefði verið í samhengi við þá færslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×