Aðferðir Sigmundar umdeildar Karen Kjartansdóttir skrifar 1. maí 2013 18:43 Málefnin eru ekki í stafrófsröð og undarlegt að formaður Framsóknar hafi valið þá leið til stjórnarmyndunarviðræðna, málefni séu með þessu sett á tilboðsmarkað. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir hins vegar að með þessu séu öllum sýnd virðing. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður fráfarandi velferðarráðherra, segir atburðarásina minna sig á Dallas. „Mér finnst að samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé eðlileg í kjölfar kosninganna. Þá hefði að réttu lagi formaður stærri flokksins, sem hefur fleiri atkvæði, átt að fá stjórnarmyndunarumboðið. Síðan gerist það að meirihluti vinstri flokkanna á þingi bendir á formann Framsóknarflokksins og það er auðvitað þingið sem ræður en vinstri flokkarnir geta auðvitað ekki ráðið hver er forsætisráðherra í samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og þar af leiðandi er komin upp sú staða að það hefði verið eðlilegast að formaður Framsóknarflokksins nýtti þetta til að endurvekja gömlu stjórnina undir forustu sinni. En í staðinn hefur hann kosið að fara í viðræður eftir stafrófsröð en mér finnst hann horfa fram hjá því að þyngd málefna fer ekki eftir stafrófsröð og þetta virkar á mig eins og tilboðsmarkaður. Ég er ekki hrifinn af því að staðið sé að stjórnarmyndunarviðræðum með þeim hætti og skil mæta vel þá sem eru ekki tilbúnir að taka þátt í umræðum á slíkum grundvelli. Það er ekki ábyrgt að mínu mati,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn telur líkur á minnihlutastjórn mjög lítinn en það gæti verið snjallt af öðrum flokkunum að sameinast um að gefa Framsóknarflokknum tækifæri fram á haust til þess að koma fram með þau lagafrumvörp sem þarf til að hrinda áætlun þeirra í framkvæmd. „Þetta er auðvitað nýtt í íslenskri pólitík. Þegar Sigmundur Davíð fær umboðið þá sýnir hann öllum þá virðingu að tala við þá. Ég held að þetta boði bara gott. Því það getur orðið erfitt að mynda ríkisstjórn og hann opnar dyr til þeirra og auðvitað nýtur meiri virðingar þeirra í framhaldinu,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknar. Guðni telur að nauðsynlegt sé að mynda þingræðisstjórn í stöðunni. „Og ég trúi auðvitað að Sigmundur Davíð myndi í framhaldinu stjórn með Sjálfstæðisflokknum um sterk málefni og hér fari hljól atvinnulífsins að snúast. Heimilunum verði bjargað, brottfluttir Íslendinga flytjist heim þannig verkefnin eru ærin og ábyrgð þeirra er mikil og mér finnst þetta góð byrjun hjá þessari æskusveit sem nú stýrir öllum flokkum í landinu að tala saman af virðingu og að kosningum loknum,“ segir GuðniAnna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar fráfarandi velferðarráðherra segir að niðurstöður kosninganna sýni að ekki sé verið að kalla eftir Samfylkingunni í ríkisstjórn. Líklegasta sé að þeir Sigmundur og Bjarni myndi hana. Aðspurð segist Anna Sigrún telja að einhver möguleiki sé á minnihlutastjórn. „Það er ekkert hægt að útliloka það. En það væri mjög óvenjulegt fyrir okkur en hins vegar hefur Sigmundur slegið mjög óvenjulegan tón og ef að hann vill marka spor í íslenskri stjórnmálasögu þá hefur aðeins byrjað á því með þessum hætti sem hann fer í stjórnarmyndunarviðræður núna,“ segir Anna Sigrún. Anna segir að reiðileg viðbrögð sjálfstæðismanna við viðræðum Sigmundar komi sér ekki á óvart miðað við hegðun þeirra í stjórnaandstöðu síðustu fjögur ár. Dallasþættirnir komi upp í hugann. „Sjálfstæðismenn hafa átt mjög erfitt með sig í stjórnarandstöðu og í raun eins og þeir telji flokkinn réttborinn til valda og svo gerist það að þjóðin ákveður að einhverjir aðrir stýri og þetta er nánast eins og vondur draumur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og nú eru þeir kannski að vakna upp af draumnum og þetta minnir mig dálítið á að það þegar Bobby kom ferskur úr sturtunni hér um árið og hafði verið fjarverandi ansi lengi og þá tók Pamela á móti honum og allt varð aftur gott en það sem gerist núna er að það er Sigmundur sem tekur á móti honum og hann bara skrúfar frá kalda vatninu.“ Kosningar 2013 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Málefnin eru ekki í stafrófsröð og undarlegt að formaður Framsóknar hafi valið þá leið til stjórnarmyndunarviðræðna, málefni séu með þessu sett á tilboðsmarkað. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir hins vegar að með þessu séu öllum sýnd virðing. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður fráfarandi velferðarráðherra, segir atburðarásina minna sig á Dallas. „Mér finnst að samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé eðlileg í kjölfar kosninganna. Þá hefði að réttu lagi formaður stærri flokksins, sem hefur fleiri atkvæði, átt að fá stjórnarmyndunarumboðið. Síðan gerist það að meirihluti vinstri flokkanna á þingi bendir á formann Framsóknarflokksins og það er auðvitað þingið sem ræður en vinstri flokkarnir geta auðvitað ekki ráðið hver er forsætisráðherra í samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og þar af leiðandi er komin upp sú staða að það hefði verið eðlilegast að formaður Framsóknarflokksins nýtti þetta til að endurvekja gömlu stjórnina undir forustu sinni. En í staðinn hefur hann kosið að fara í viðræður eftir stafrófsröð en mér finnst hann horfa fram hjá því að þyngd málefna fer ekki eftir stafrófsröð og þetta virkar á mig eins og tilboðsmarkaður. Ég er ekki hrifinn af því að staðið sé að stjórnarmyndunarviðræðum með þeim hætti og skil mæta vel þá sem eru ekki tilbúnir að taka þátt í umræðum á slíkum grundvelli. Það er ekki ábyrgt að mínu mati,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn telur líkur á minnihlutastjórn mjög lítinn en það gæti verið snjallt af öðrum flokkunum að sameinast um að gefa Framsóknarflokknum tækifæri fram á haust til þess að koma fram með þau lagafrumvörp sem þarf til að hrinda áætlun þeirra í framkvæmd. „Þetta er auðvitað nýtt í íslenskri pólitík. Þegar Sigmundur Davíð fær umboðið þá sýnir hann öllum þá virðingu að tala við þá. Ég held að þetta boði bara gott. Því það getur orðið erfitt að mynda ríkisstjórn og hann opnar dyr til þeirra og auðvitað nýtur meiri virðingar þeirra í framhaldinu,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknar. Guðni telur að nauðsynlegt sé að mynda þingræðisstjórn í stöðunni. „Og ég trúi auðvitað að Sigmundur Davíð myndi í framhaldinu stjórn með Sjálfstæðisflokknum um sterk málefni og hér fari hljól atvinnulífsins að snúast. Heimilunum verði bjargað, brottfluttir Íslendinga flytjist heim þannig verkefnin eru ærin og ábyrgð þeirra er mikil og mér finnst þetta góð byrjun hjá þessari æskusveit sem nú stýrir öllum flokkum í landinu að tala saman af virðingu og að kosningum loknum,“ segir GuðniAnna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar fráfarandi velferðarráðherra segir að niðurstöður kosninganna sýni að ekki sé verið að kalla eftir Samfylkingunni í ríkisstjórn. Líklegasta sé að þeir Sigmundur og Bjarni myndi hana. Aðspurð segist Anna Sigrún telja að einhver möguleiki sé á minnihlutastjórn. „Það er ekkert hægt að útliloka það. En það væri mjög óvenjulegt fyrir okkur en hins vegar hefur Sigmundur slegið mjög óvenjulegan tón og ef að hann vill marka spor í íslenskri stjórnmálasögu þá hefur aðeins byrjað á því með þessum hætti sem hann fer í stjórnarmyndunarviðræður núna,“ segir Anna Sigrún. Anna segir að reiðileg viðbrögð sjálfstæðismanna við viðræðum Sigmundar komi sér ekki á óvart miðað við hegðun þeirra í stjórnaandstöðu síðustu fjögur ár. Dallasþættirnir komi upp í hugann. „Sjálfstæðismenn hafa átt mjög erfitt með sig í stjórnarandstöðu og í raun eins og þeir telji flokkinn réttborinn til valda og svo gerist það að þjóðin ákveður að einhverjir aðrir stýri og þetta er nánast eins og vondur draumur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og nú eru þeir kannski að vakna upp af draumnum og þetta minnir mig dálítið á að það þegar Bobby kom ferskur úr sturtunni hér um árið og hafði verið fjarverandi ansi lengi og þá tók Pamela á móti honum og allt varð aftur gott en það sem gerist núna er að það er Sigmundur sem tekur á móti honum og hann bara skrúfar frá kalda vatninu.“
Kosningar 2013 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira