Enski boltinn

Man. Utd ætlar ekki að eyða miklu

Ferguson fær örugglega ekki þykkt veski í sumar.
Ferguson fær örugglega ekki þykkt veski í sumar.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, talaði um það fyrr í vikunni að hann væri þegar búinn að hripa upp lista með þeim leikmönnum sem hann hefði áhuga á að kaupa í sumar.

Það verða breytingar á stjórnunarmálum United í sumar því þá stígur yfirmaður knattspyrnumála, David Gill, niður og í hans stað kemur Ed Woodward. Sá sér ekki ástæðu til þess að kaupa mikið í sumar.

"Það er ótrúleg dýpt í leikmannahópnum. Við eigum tvö ellefu manna lið með eintómum landsliðsmönnum. Hópurinn er ungur og allir verða árinu eldri. Við erum mjög sáttir við hópinn," sagði Woodward.

"Það er engin ástæða til þess að gera of miklar breytingar á hópnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×