Enski boltinn

United getur orðið meistari á morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vincent Kompany þarf að skila bikarnum til grannana í United. Sem betur fer festi
Vincent Kompany þarf að skila bikarnum til grannana í United. Sem betur fer festi Nordicphotos/Getty
Tap Manchester City gegn Tottenham á White Hart Lane í Lundúnum í dag gerir það að verkum að grannarnir í United geta tryggt sér Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu annað kvöld.

City menn virtust hafa leikinn í hendi sér þegar leikurinn hrundi í síðari hálfleik. Clint Dempsey, Jermain Defoe og Gareth Bale skoruð þrjú mörk á sjö mínútum og tryggði Spurs sigur.

Munurinn á United og City eftir 33 leiki er þrettán stig. Vinni United sigur á Aston Villa á heimavelli annað kvöld verður munurinn orðinn sextán stig. Bilið verður því ómögulegt að brúa.

Það stefnir því allt í að United fagni Englandsmeistaratitlinum á mettíma annað kvöld en titilinn yrði sá 20. í sögu félagsins.


Tengdar fréttir

Ótrúleg endurkoma Tottenham

Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×