Segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei hafa átt betur við en nú 28. apríl 2013 13:24 Mynd úr safni. Það var ágætt hljóðið í Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, þegar Sprengisandur sló á þráðinn til hans í dag. Hann sagði ýmsar ástæður skýra þá lélegu kosningu sem flokkurinn hlaur í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær. „Það má ekki gleyma því að þjóðir sem ganga í gegnum efnahagshrun jafna sig aldrei á því á fjórum árum. Fólk gerir ekki mikinn greinarmun á því af hverju lakari lífskjör og erfitt umhverfi stafar og fólk finnur að það nær ekki endum saman. Það er erfið staða út af fyrir sig, en er ekki endilega vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. En auðvitað bitnar þetta á ríkisstjórn sem situr við þær aðstæður.“ Árni segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei eiga betur við en nú. „Mér fannst Samfylkingin vera orðin of mikið eins og hefðbundinn valdaflokkur. Þegar við sjáum síðan að það myndast við hliðina á Samfylkingunni svigrúm fyrir alþjóðasinnaðan miðjuflokk eins og Bjarta Framtíð er það auðvitað ekki gott. Ef Samfylkingin væri trú breiðfylking jafnaðarmanna ætti ekki að myndast þetta svigrúm,“ segir Árni Páll og nefnir einnig sérstök framboð sem sprottið hafa upp um einstök afmörkuð mál. En hverja telur Árni Páll stöðu sína sem formanns vera eftir þessa lélegu kosningu? „Ég er nú í þeirri öfundsverðu stöðu meðal formanna flokka að hafa skýrt umboð flokksmanna...“ [„Þeir hafa það nú hinir líka er það ekki?“ spyr þáttastjórnandi] „Nei þeir hafa nefnilega umboð sinna landsfunda sem er eðlismunur. Þetta hefur háð til dæmis Bjarna Benediktssyni mjög. Ég hef skýrt umboð meira en sextíu prósent flokksmanna í Samfylkingunni. En þetta snýst ekki um mína persónu heldur hvort menn nái að skilja skilaboðin. Það verður að tengja betur við fólkið í landinu. Það er samfélagslega mikilvægt að hér fái þrifist stórir stjórnmálaflokkar, því þeir eru í eðli sínu betur í stakk búnir til þess að verja þjóðarhagsmuni.“ En er Árni Páll til í stjórnarmyndunarviðræður, standi þær til boða? „Ég á nú frekar von á því að ef til okkar yrði leitað varðandi stjórnarmyndun þá myndum við skoða það.“ Kosningar 2013 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Það var ágætt hljóðið í Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, þegar Sprengisandur sló á þráðinn til hans í dag. Hann sagði ýmsar ástæður skýra þá lélegu kosningu sem flokkurinn hlaur í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær. „Það má ekki gleyma því að þjóðir sem ganga í gegnum efnahagshrun jafna sig aldrei á því á fjórum árum. Fólk gerir ekki mikinn greinarmun á því af hverju lakari lífskjör og erfitt umhverfi stafar og fólk finnur að það nær ekki endum saman. Það er erfið staða út af fyrir sig, en er ekki endilega vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. En auðvitað bitnar þetta á ríkisstjórn sem situr við þær aðstæður.“ Árni segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei eiga betur við en nú. „Mér fannst Samfylkingin vera orðin of mikið eins og hefðbundinn valdaflokkur. Þegar við sjáum síðan að það myndast við hliðina á Samfylkingunni svigrúm fyrir alþjóðasinnaðan miðjuflokk eins og Bjarta Framtíð er það auðvitað ekki gott. Ef Samfylkingin væri trú breiðfylking jafnaðarmanna ætti ekki að myndast þetta svigrúm,“ segir Árni Páll og nefnir einnig sérstök framboð sem sprottið hafa upp um einstök afmörkuð mál. En hverja telur Árni Páll stöðu sína sem formanns vera eftir þessa lélegu kosningu? „Ég er nú í þeirri öfundsverðu stöðu meðal formanna flokka að hafa skýrt umboð flokksmanna...“ [„Þeir hafa það nú hinir líka er það ekki?“ spyr þáttastjórnandi] „Nei þeir hafa nefnilega umboð sinna landsfunda sem er eðlismunur. Þetta hefur háð til dæmis Bjarna Benediktssyni mjög. Ég hef skýrt umboð meira en sextíu prósent flokksmanna í Samfylkingunni. En þetta snýst ekki um mína persónu heldur hvort menn nái að skilja skilaboðin. Það verður að tengja betur við fólkið í landinu. Það er samfélagslega mikilvægt að hér fái þrifist stórir stjórnmálaflokkar, því þeir eru í eðli sínu betur í stakk búnir til þess að verja þjóðarhagsmuni.“ En er Árni Páll til í stjórnarmyndunarviðræður, standi þær til boða? „Ég á nú frekar von á því að ef til okkar yrði leitað varðandi stjórnarmyndun þá myndum við skoða það.“
Kosningar 2013 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira