Innlent

Kærur hafa ekki áhrif

Mynd úr safni.
Kærur sem bárust yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður í gær vegna kosninganna munu ekki hafa áhrif á úrslit þeirra. Niðurstaða yfirkjörstjórnar er sú að farið hafi verið að lögum.

„Það hafa bárust tvær kærur um það að ekki hafi verið innsigli á kjörkössum meðan á kosningu stóð,“ segir Katrín Theódórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu.

„Það er ekki lagaskylda að hafa það með þeim hætti. Í 77. grein laganna segir: „Áður en atkvæðagreiðsla fer fram skal kjörstjórnin gæta þess að atkvæðakassinn sé tómur og síðan læsa honum.““




Fleiri fréttir

Sjá meira


×