Mesta fylgistap VG í kjördæmi Þjórsár og Helguvíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 29. apríl 2013 11:38 Frá Þjórsá. Vinstri grænir fengu hlutfallslega minnst fylgi á landsvísu í Suðurkjördæmi, 5,9 prósent, og þar varð fylgistap flokksins hlutfallslega mest. Flokkurinn hlaut þar aðeins 1.582 atkvæði, eða 5,9 prósent, en í kosningunum 2009 hlaut flokkurinn 4.615 atkvæði í Suðurkjördæmi eða 17,1 prósent atkvæða. VG tapaði þar þingsæti og tveimur þriðju af fylgi sínu og er Suðurkjördæmi nú eina kjördæmið þar sem flokkurinn kom engum þingmanni að. Svo vill til að í Suðurkjördæmi eru nokkur umdeildustu verkefnin sem tekist var á um í umræðum um rammaáætlun og stóriðju í aðdraganda kosninganna; þar á meðal virkjanir í Þjórsá, jarðhitasvæði Reykjanesfjallgarðs og iðnaðarsvæðið í Helguvík. Athyglisvert er að í Norðausturkjördæmi fengu Vinstri grænir hlutfallslega mest fylgi á landsvísu, eða 15,8 prósent, og tvö þingsæti. Þar eru einnig umdeild iðnaðaráform á Bakka með jarðhitavirkjunum. Oddviti flokksins í kjördæminu, Steingrímur J. Sigfússon, greiddi hins vegar fyrir þeim uppbyggingaráformum, í andstöðu við Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, þegar hann stóð fyrir sérstakri lagasetningu um ívilnanir, sem Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, studdi. Svandís sat hins vegar hjá í atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvörp Steingríms. Útkoma Katrínar og Svandísar varð einnig ólík en þær leiddu hvor sinn VG-lista í Reykjavíkurkjördæmum. Í Reykjavík norður, með Katrínu í efsta sæti, hlaut VG 15,7% atkvæða, og tvo þingmenn, tapaði um þriðjungi fylgisins. Í Reykjavík suður, með Svandísi í efsta sæti, hlaut VG 12,1% atkvæða, og einn þingmann og tapaði nærri helmingi fyrra fylgis. Kosningar 2013 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Vinstri grænir fengu hlutfallslega minnst fylgi á landsvísu í Suðurkjördæmi, 5,9 prósent, og þar varð fylgistap flokksins hlutfallslega mest. Flokkurinn hlaut þar aðeins 1.582 atkvæði, eða 5,9 prósent, en í kosningunum 2009 hlaut flokkurinn 4.615 atkvæði í Suðurkjördæmi eða 17,1 prósent atkvæða. VG tapaði þar þingsæti og tveimur þriðju af fylgi sínu og er Suðurkjördæmi nú eina kjördæmið þar sem flokkurinn kom engum þingmanni að. Svo vill til að í Suðurkjördæmi eru nokkur umdeildustu verkefnin sem tekist var á um í umræðum um rammaáætlun og stóriðju í aðdraganda kosninganna; þar á meðal virkjanir í Þjórsá, jarðhitasvæði Reykjanesfjallgarðs og iðnaðarsvæðið í Helguvík. Athyglisvert er að í Norðausturkjördæmi fengu Vinstri grænir hlutfallslega mest fylgi á landsvísu, eða 15,8 prósent, og tvö þingsæti. Þar eru einnig umdeild iðnaðaráform á Bakka með jarðhitavirkjunum. Oddviti flokksins í kjördæminu, Steingrímur J. Sigfússon, greiddi hins vegar fyrir þeim uppbyggingaráformum, í andstöðu við Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, þegar hann stóð fyrir sérstakri lagasetningu um ívilnanir, sem Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, studdi. Svandís sat hins vegar hjá í atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvörp Steingríms. Útkoma Katrínar og Svandísar varð einnig ólík en þær leiddu hvor sinn VG-lista í Reykjavíkurkjördæmum. Í Reykjavík norður, með Katrínu í efsta sæti, hlaut VG 15,7% atkvæða, og tvo þingmenn, tapaði um þriðjungi fylgisins. Í Reykjavík suður, með Svandísi í efsta sæti, hlaut VG 12,1% atkvæða, og einn þingmann og tapaði nærri helmingi fyrra fylgis.
Kosningar 2013 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent