Innlent

Sigmundur Davíð kominn á Bessastaði

Sigmundur Davíð gengur inn á Bessastaði.
Sigmundur Davíð gengur inn á Bessastaði. Mynd /Villi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins er komin til fundar með Ólafi Ragnari Grímssyni.

Fundi Ólafs Ragnars og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, lauk um klukkan hálf eitt í dag en eftir fundinn sagði Bjarni að þeir hefðu farið yfir kosningarnar og stjórnmálin í víðu samhengi og kjörtímabilið sem væri framundan.

Það er óhætt að segja að Sigmundur Davíð sé sigurvegari kosninganna, en flokkurinn bætti við sig tíu þingmönnum. Þetta er einn fræknasti kosningasigur flokksins í áratugi.´

Nú velta menn því fyrir sér hver fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður en flokkarnir eru með jafn marga þingmenn kjörna, þó Sjálfstæðisflokkurinn sé með meira prósentufylgi.

Fundur Ólafs Ragnars og Sigmundar Davíðs ætti að taka um eina og hálfa klukkustund. Næst kemur svo Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×