Segir mögulegt að gera mun betur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. apríl 2013 18:12 Kvikmyndin Oblivion var tekin á Íslandi í fyrrasumar. Stórmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki er frumsýnd annað kvöld, en eins og margir vita var stór hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi. Fram kom í Reykjavík síðdegis í dag að kvikmyndagerð á Íslandi hafi skilað á bilinu fimm til sjö milljörðum í erlendum gjaldeyri á síðasta ári, en Leifur P. Dagfinnsson hjá framleiðslufyrirtækinu Truenorth segir að gera megi enn betur. „Það eru margir sem halda að það sé allt svo frábært en það er ekki rétt. Við sem hrærumst í þessu daginn út og inn vitum það.“ Leifur nefnir gerð Hobbitans sem dæmi um metnað ráðamanna í að fá til sín kvikmyndaverkefni. „Það er fræg saga af því þegar verið var að gera Hobbitann á sínum tíma í kjölfar Lord of the Rings, en þær voru allar teknar á Nýja Sjálandi. Warner Brothers töldu of dýrt að gera Hobbitann þar líka og ákváðu að fara með verkefnið til Ástralíu. Þá flaug bara forsætisráðherra Nýja Sjálands til Los Angeles og sagði bara „Hey við ætlum að fá þetta verkefni og hér eru forsendurnar. Við lögum þetta og fjárfestum 100 milljónum dala í verkefninu,“ því að efnahagsleg innspýting í hagkerfið var svona einn til einn og hálfur milljarður. Menn átta sig á því hvað þetta skiptir rosalega miklu máli og hvað samkeppnin er mikil.“ Leifur segir nauðsynlegt að Ísland nái til sín heilum verkefnum í stað hluta af þeim. „Ég held að þeir sem eru að fara í kosningabaráttu ættu að kynna sér þetta betur, það þarf að gera kvikmyndagerð hagstæðari hér. Eins og hugmynd sem ég kom með um daginn varðandi gjaldeyrishöftin, þessar aflandskrónur. Af hverju bjóðum við það ekki út til framleiðenda sem eru að gera myndir fyrir minna en fimm til tíu milljón dala og leyfum þeim að kaupa íslenska krónu á lægra gengi? Það væri ekki afsláttur sem ríkið væri að gefa heldur fjármagnseigendur, og Seðlabankinn er með útboð á. Af hverju gerum við ekki eitthvað sniðugt með það og bætum við fimmtán eða tuttugu prósenta afslætti í viðbót? Þá værum við að tala um fjörutíu prósent. Þegar ég segi stúdíóunum þetta úti er spurt „Hvað eruð þið með mörg kvikmyndaver? Hvað getum við skotið margar myndir í einu?“. Þá byrja þær spurningar, hvort hægt sé að færa verkefni í heild sinni hingað til að gera iðnaðinn meira viðvarandi, ekki bara hvort hægt sé að koma í tvær vikur og skjóta í einhverri auðn.“ Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Stórmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki er frumsýnd annað kvöld, en eins og margir vita var stór hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi. Fram kom í Reykjavík síðdegis í dag að kvikmyndagerð á Íslandi hafi skilað á bilinu fimm til sjö milljörðum í erlendum gjaldeyri á síðasta ári, en Leifur P. Dagfinnsson hjá framleiðslufyrirtækinu Truenorth segir að gera megi enn betur. „Það eru margir sem halda að það sé allt svo frábært en það er ekki rétt. Við sem hrærumst í þessu daginn út og inn vitum það.“ Leifur nefnir gerð Hobbitans sem dæmi um metnað ráðamanna í að fá til sín kvikmyndaverkefni. „Það er fræg saga af því þegar verið var að gera Hobbitann á sínum tíma í kjölfar Lord of the Rings, en þær voru allar teknar á Nýja Sjálandi. Warner Brothers töldu of dýrt að gera Hobbitann þar líka og ákváðu að fara með verkefnið til Ástralíu. Þá flaug bara forsætisráðherra Nýja Sjálands til Los Angeles og sagði bara „Hey við ætlum að fá þetta verkefni og hér eru forsendurnar. Við lögum þetta og fjárfestum 100 milljónum dala í verkefninu,“ því að efnahagsleg innspýting í hagkerfið var svona einn til einn og hálfur milljarður. Menn átta sig á því hvað þetta skiptir rosalega miklu máli og hvað samkeppnin er mikil.“ Leifur segir nauðsynlegt að Ísland nái til sín heilum verkefnum í stað hluta af þeim. „Ég held að þeir sem eru að fara í kosningabaráttu ættu að kynna sér þetta betur, það þarf að gera kvikmyndagerð hagstæðari hér. Eins og hugmynd sem ég kom með um daginn varðandi gjaldeyrishöftin, þessar aflandskrónur. Af hverju bjóðum við það ekki út til framleiðenda sem eru að gera myndir fyrir minna en fimm til tíu milljón dala og leyfum þeim að kaupa íslenska krónu á lægra gengi? Það væri ekki afsláttur sem ríkið væri að gefa heldur fjármagnseigendur, og Seðlabankinn er með útboð á. Af hverju gerum við ekki eitthvað sniðugt með það og bætum við fimmtán eða tuttugu prósenta afslætti í viðbót? Þá værum við að tala um fjörutíu prósent. Þegar ég segi stúdíóunum þetta úti er spurt „Hvað eruð þið með mörg kvikmyndaver? Hvað getum við skotið margar myndir í einu?“. Þá byrja þær spurningar, hvort hægt sé að færa verkefni í heild sinni hingað til að gera iðnaðinn meira viðvarandi, ekki bara hvort hægt sé að koma í tvær vikur og skjóta í einhverri auðn.“
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira