Innlent

Bjarni Ben íhugar afsögn

Valur Grettisson skrifar
Bjarni telur líklegt að hann íhugi stöðuna næstu daga.
Bjarni telur líklegt að hann íhugi stöðuna næstu daga. Valgarð
"Ég er bara mannlegur," sagði Bjarni Benediktsson í viðtali á RÚV í kvöld þar sem hann tilkynnti að hann íhugaði að segja af sér sem formaður flokksins.

Tíðindin koma í kjölfar könnunar Viðskiptablaðsins sem sýndi að flokkurinn nyti mun meira fylgis tæki varaformaður flokksins, Hanna Birna Kristjánsdóttir, við stjórnartaumunum.

Bjarni sagðist ekki hafa íhugað þetta fyrr en í dag, eftir að hann sá þessa könnun.

"Ég kom hingað til þess að ræða stöðuna nákvæḿlega eins og hún er. Áður en ég sá þessa könnun var ég ekki að velta þessu fyrir mér, en á endanum er maður mannlegur og ég hef áhyggjur af fylgi flokksins, og ég vil gera allt til þess að auka það," sagði Bjarni sem taldi líklegt að hann myndi íhuga stöðuna næstu daga og nefndi þrjá daga í því samhengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×