Innlent

Formaður þingflokksins styður Bjarna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist styðja Bjarna Benediktsson til áframhaldandi formennsku í flokknum.

„Ég hef ekki fundið annað í samtölum mínum við þingmenn flokksins, sem ég hef heyrt í, og aðra flokksmenn, en að Bjarni njóti mikils stuðnings," segir Illugi í samtali við Vísi. Bjarni sagði í viðtalsþætti á RÚV í gær að hann íhugaði að hætta í stjórnmálum. Hann myndi taka ákvörðun innan þriggja daga. Illugi segir að Bjarni hafi verið mjög einlægur í viðtalinu.

Vísir hefur ekki náð tali af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins, en í samtali við mbl.is sagði hún að hún myndi styðja þá niðurstöðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins kemst að. Mestu skipti að sjálfstæðisfólk um allt land standi saman í verkefninu sem er framundan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×