„Höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. apríl 2013 09:51 Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi. „Þetta eru frábærar fréttir," segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi, en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi, og næði inn fjórum þingmönnum ef gengið væri til kosninga nú. „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í svolítinn tíma og þetta er búið að vera nokkuð jafn vöxtur. Við höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum heldur reynt að byggja frekar upp og láta fólk vita hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Fólk er að fatta hvað við erum að segja og hvað aukið beint lýðræði og gagnsæi skiptir miklu máli." Smári segir Pírata hafa talað um það að vilja ná yfir tíu prósenta fylgi og því séu niðurstöður könnunarinnar góð byrjun. „Það getur allt gerst á næstu vikum og við hækkað eða lækkað. Við erum nýtt framboð hér á Íslandi en með rosalega mikið bakland úr okkar alþjóðastarfi. Píratar eru með starfandi flokka í 63 löndum á heimsvísu og það er mikil og sterk hugmyndafræði búin að byggjast upp." Þá telur Smári afdrif stjórnarskrármálsins við síðustu þinglok eiga sinn þátt í fylgi Pírata. „Við þinglok tóku allir gömlu flokkarnir sig saman um það að svíkja almenning í stjórnarskrármálinu. Það voru ekki margir á þingi sem gerðu eitthvað til að reyna að stoppa það. Það var þá kannski helst Birgitta Jónsdóttir, einn af okkar oddvitum, og það spilar örugglega sinn þátt." Aðalheiður Ámundadóttir, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, segir ástæðuna fyrir því að flokkurinnn sé að ná í gegn núna, sé ekki endilega vegna umræðuþátta sem hafa verið í sjónvarpinu síðustu daga. „Ég ímynda mér að þeir sem sýna Pírötum mestan áhuga séu ekki að horfa á umræðuþætti á Rúv," segir Aðalheiður sem sjálf tók þátt í umræðum á RÚV í gærkvöldi ásamt fjölmörgum öðrum framboðum. Hún segir fylgið sem Píratar mælast með í þessari könnun frekar því að þakka að fólk sé farið að skilja að Píratar eru ekki bara „eins máls internetflokkur," eins og Aðalheiður orðar það. Ekki náðist í Birgittu Jónsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Kosningar 2013 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
„Þetta eru frábærar fréttir," segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi, en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi, og næði inn fjórum þingmönnum ef gengið væri til kosninga nú. „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í svolítinn tíma og þetta er búið að vera nokkuð jafn vöxtur. Við höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum heldur reynt að byggja frekar upp og láta fólk vita hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Fólk er að fatta hvað við erum að segja og hvað aukið beint lýðræði og gagnsæi skiptir miklu máli." Smári segir Pírata hafa talað um það að vilja ná yfir tíu prósenta fylgi og því séu niðurstöður könnunarinnar góð byrjun. „Það getur allt gerst á næstu vikum og við hækkað eða lækkað. Við erum nýtt framboð hér á Íslandi en með rosalega mikið bakland úr okkar alþjóðastarfi. Píratar eru með starfandi flokka í 63 löndum á heimsvísu og það er mikil og sterk hugmyndafræði búin að byggjast upp." Þá telur Smári afdrif stjórnarskrármálsins við síðustu þinglok eiga sinn þátt í fylgi Pírata. „Við þinglok tóku allir gömlu flokkarnir sig saman um það að svíkja almenning í stjórnarskrármálinu. Það voru ekki margir á þingi sem gerðu eitthvað til að reyna að stoppa það. Það var þá kannski helst Birgitta Jónsdóttir, einn af okkar oddvitum, og það spilar örugglega sinn þátt." Aðalheiður Ámundadóttir, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, segir ástæðuna fyrir því að flokkurinnn sé að ná í gegn núna, sé ekki endilega vegna umræðuþátta sem hafa verið í sjónvarpinu síðustu daga. „Ég ímynda mér að þeir sem sýna Pírötum mestan áhuga séu ekki að horfa á umræðuþætti á Rúv," segir Aðalheiður sem sjálf tók þátt í umræðum á RÚV í gærkvöldi ásamt fjölmörgum öðrum framboðum. Hún segir fylgið sem Píratar mælast með í þessari könnun frekar því að þakka að fólk sé farið að skilja að Píratar eru ekki bara „eins máls internetflokkur," eins og Aðalheiður orðar það. Ekki náðist í Birgittu Jónsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Kosningar 2013 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira