Nýju framboðin höfða til yngri kjósenda Hrund Þórsdóttir skrifar 5. apríl 2013 18:30 Yngri kynslóðir og fjölskyldufólk hafna gömlu stjórnmálaflokkunum og leita á ný mið í næstu kosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar fylgiskönnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Nærri þriðjungur kjósenda undir fimmtugu gefur nýju framboðunum atkvæði sitt. Kjósendur voru spurðir hvaða lista þeir myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Björt framtíð fær 8,3%, Framsóknarflokkurinn 40% og er aðeins einum þingmanni frá hreinum meirihluta, Sjálfstæðisflokkurinn fær 17,8%, Samfylkingin 9,5%, Vinstri græn 5,6%, sem er jafnmikið og Píratar fá. Ef einungis eru skoðaðir kjósendur 49 ára og yngri fær Björt framtíð hins vegar 10,7%, Framsóknarflokkurinn 41,6%, Sjálfstæðisflokkurinn 15,2%, Samfylkingin 7,5%, Vinstri græn 4,2% og Píratar 8%. „Þessar tölur hljóta að vekja upp spurningar um hið pólitíska landslag og framtíð fjórflokksins. Píratar fá til dæmis tvöfalt meira fylgi en Vinstri græn, hjá kjósendum undir fimmtugu," segir stjórnmálafræðingurinn Gunnar Helgi Kristinsson. „Fyrir ungt fólk sem er að leita sér að róttækum valkosti í stjórmálum þá er hið hefðbundna vinstri Vinstri grænna ekki endilega það sem höfðar til þeirra heldur meira kannski stjórnleysishugmyndir Pírata." Gunnar segir að það taki tíma fyrir stjórnmálaflokka að ávinna sér hollustu kjósenda og að ungir kjósendur séu yfirleitt lausari í rásinni. „Það sem er kannski óvenjulegt er stærðargráðan á þessu, hvað það er í raun og veru stór hluti ungs fólk, alveg fimmtungur ungs fólks, sem ætlar að kjósa bara Pírata og Bjarta framtíð." Gunnar segir hluta óánægjunnar fara á einn gömlu fjórflokkanna, Framsóknarflokkinn, og að einkum fólk á skuldaaldrinum, á milli þrítugs og fimmtugs, virðist ætla að kjósa hann. „Íslenskir kjósendur sem urðu fyrir miklu áfalli með sitt stjórnmálakerfi árið 2008, þeir eru ekki búnir að jafna sig, þeir eru ekki búnir að fyrirgefa flokkunum." Kosningar 2013 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Yngri kynslóðir og fjölskyldufólk hafna gömlu stjórnmálaflokkunum og leita á ný mið í næstu kosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar fylgiskönnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Nærri þriðjungur kjósenda undir fimmtugu gefur nýju framboðunum atkvæði sitt. Kjósendur voru spurðir hvaða lista þeir myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Björt framtíð fær 8,3%, Framsóknarflokkurinn 40% og er aðeins einum þingmanni frá hreinum meirihluta, Sjálfstæðisflokkurinn fær 17,8%, Samfylkingin 9,5%, Vinstri græn 5,6%, sem er jafnmikið og Píratar fá. Ef einungis eru skoðaðir kjósendur 49 ára og yngri fær Björt framtíð hins vegar 10,7%, Framsóknarflokkurinn 41,6%, Sjálfstæðisflokkurinn 15,2%, Samfylkingin 7,5%, Vinstri græn 4,2% og Píratar 8%. „Þessar tölur hljóta að vekja upp spurningar um hið pólitíska landslag og framtíð fjórflokksins. Píratar fá til dæmis tvöfalt meira fylgi en Vinstri græn, hjá kjósendum undir fimmtugu," segir stjórnmálafræðingurinn Gunnar Helgi Kristinsson. „Fyrir ungt fólk sem er að leita sér að róttækum valkosti í stjórmálum þá er hið hefðbundna vinstri Vinstri grænna ekki endilega það sem höfðar til þeirra heldur meira kannski stjórnleysishugmyndir Pírata." Gunnar segir að það taki tíma fyrir stjórnmálaflokka að ávinna sér hollustu kjósenda og að ungir kjósendur séu yfirleitt lausari í rásinni. „Það sem er kannski óvenjulegt er stærðargráðan á þessu, hvað það er í raun og veru stór hluti ungs fólk, alveg fimmtungur ungs fólks, sem ætlar að kjósa bara Pírata og Bjarta framtíð." Gunnar segir hluta óánægjunnar fara á einn gömlu fjórflokkanna, Framsóknarflokkinn, og að einkum fólk á skuldaaldrinum, á milli þrítugs og fimmtugs, virðist ætla að kjósa hann. „Íslenskir kjósendur sem urðu fyrir miklu áfalli með sitt stjórnmálakerfi árið 2008, þeir eru ekki búnir að jafna sig, þeir eru ekki búnir að fyrirgefa flokkunum."
Kosningar 2013 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira