Nýju framboðin höfða til yngri kjósenda Hrund Þórsdóttir skrifar 5. apríl 2013 18:30 Yngri kynslóðir og fjölskyldufólk hafna gömlu stjórnmálaflokkunum og leita á ný mið í næstu kosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar fylgiskönnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Nærri þriðjungur kjósenda undir fimmtugu gefur nýju framboðunum atkvæði sitt. Kjósendur voru spurðir hvaða lista þeir myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Björt framtíð fær 8,3%, Framsóknarflokkurinn 40% og er aðeins einum þingmanni frá hreinum meirihluta, Sjálfstæðisflokkurinn fær 17,8%, Samfylkingin 9,5%, Vinstri græn 5,6%, sem er jafnmikið og Píratar fá. Ef einungis eru skoðaðir kjósendur 49 ára og yngri fær Björt framtíð hins vegar 10,7%, Framsóknarflokkurinn 41,6%, Sjálfstæðisflokkurinn 15,2%, Samfylkingin 7,5%, Vinstri græn 4,2% og Píratar 8%. „Þessar tölur hljóta að vekja upp spurningar um hið pólitíska landslag og framtíð fjórflokksins. Píratar fá til dæmis tvöfalt meira fylgi en Vinstri græn, hjá kjósendum undir fimmtugu," segir stjórnmálafræðingurinn Gunnar Helgi Kristinsson. „Fyrir ungt fólk sem er að leita sér að róttækum valkosti í stjórmálum þá er hið hefðbundna vinstri Vinstri grænna ekki endilega það sem höfðar til þeirra heldur meira kannski stjórnleysishugmyndir Pírata." Gunnar segir að það taki tíma fyrir stjórnmálaflokka að ávinna sér hollustu kjósenda og að ungir kjósendur séu yfirleitt lausari í rásinni. „Það sem er kannski óvenjulegt er stærðargráðan á þessu, hvað það er í raun og veru stór hluti ungs fólk, alveg fimmtungur ungs fólks, sem ætlar að kjósa bara Pírata og Bjarta framtíð." Gunnar segir hluta óánægjunnar fara á einn gömlu fjórflokkanna, Framsóknarflokkinn, og að einkum fólk á skuldaaldrinum, á milli þrítugs og fimmtugs, virðist ætla að kjósa hann. „Íslenskir kjósendur sem urðu fyrir miklu áfalli með sitt stjórnmálakerfi árið 2008, þeir eru ekki búnir að jafna sig, þeir eru ekki búnir að fyrirgefa flokkunum." Kosningar 2013 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Yngri kynslóðir og fjölskyldufólk hafna gömlu stjórnmálaflokkunum og leita á ný mið í næstu kosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar fylgiskönnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Nærri þriðjungur kjósenda undir fimmtugu gefur nýju framboðunum atkvæði sitt. Kjósendur voru spurðir hvaða lista þeir myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Björt framtíð fær 8,3%, Framsóknarflokkurinn 40% og er aðeins einum þingmanni frá hreinum meirihluta, Sjálfstæðisflokkurinn fær 17,8%, Samfylkingin 9,5%, Vinstri græn 5,6%, sem er jafnmikið og Píratar fá. Ef einungis eru skoðaðir kjósendur 49 ára og yngri fær Björt framtíð hins vegar 10,7%, Framsóknarflokkurinn 41,6%, Sjálfstæðisflokkurinn 15,2%, Samfylkingin 7,5%, Vinstri græn 4,2% og Píratar 8%. „Þessar tölur hljóta að vekja upp spurningar um hið pólitíska landslag og framtíð fjórflokksins. Píratar fá til dæmis tvöfalt meira fylgi en Vinstri græn, hjá kjósendum undir fimmtugu," segir stjórnmálafræðingurinn Gunnar Helgi Kristinsson. „Fyrir ungt fólk sem er að leita sér að róttækum valkosti í stjórmálum þá er hið hefðbundna vinstri Vinstri grænna ekki endilega það sem höfðar til þeirra heldur meira kannski stjórnleysishugmyndir Pírata." Gunnar segir að það taki tíma fyrir stjórnmálaflokka að ávinna sér hollustu kjósenda og að ungir kjósendur séu yfirleitt lausari í rásinni. „Það sem er kannski óvenjulegt er stærðargráðan á þessu, hvað það er í raun og veru stór hluti ungs fólk, alveg fimmtungur ungs fólks, sem ætlar að kjósa bara Pírata og Bjarta framtíð." Gunnar segir hluta óánægjunnar fara á einn gömlu fjórflokkanna, Framsóknarflokkinn, og að einkum fólk á skuldaaldrinum, á milli þrítugs og fimmtugs, virðist ætla að kjósa hann. „Íslenskir kjósendur sem urðu fyrir miklu áfalli með sitt stjórnmálakerfi árið 2008, þeir eru ekki búnir að jafna sig, þeir eru ekki búnir að fyrirgefa flokkunum."
Kosningar 2013 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira