Yfir 80 prósent vilja að flugvöllurinn verði kyrr Hrund Þórsdóttir skrifar 7. apríl 2013 18:30 Yfir 80 prósent landsmanna vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði kyrr í Vatnsmýrinni, samkvæmt niðurstöðum könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Ekki er munur á afstöðu eftir búsetu, en í kosningum um framtíð flugvallarins árið 2001 vildi meirihluti Reykvíkinga flugvöllinn burt. Ef horft er á landið allt vilja 83% að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, 3% vilja nýtt flugvallarstæði á Hólmsheiði, 11% kjósa að færa starfsemina til Keflavíkur og 3% vilja ekkert af ofantöldu. Athygli vekur að ekki er munur á afstöðu höfuðborgarbúa og þeirra sem búa á landsbyggðinni. Vatnsmýrin fær stuðning 83% borgarbúa, Hólmsheiði fær 3,5%, Keflavík 10% og 3,5% velja annað. Hjá landsbyggðinni fær Vatnsmýrin 84%, Hólmsheiðin 1%, Keflavík 13% og 2% vilja aðra kosti. Það er ljóst að kúvending hefur orðið á afstöðu fólks til þess hvar flugvöllurinn á að vera, en hverjar skyldu ástæðurnar vera? „Skýringin er algjörlega að mínu mati sú að nú stendur svo illa fyrir okkur efnahagslega að við höfum ekki efni á að ráðast í neinar stórar framkvæmdir," segir Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði. Þetta eigi jafnt við um sjúkrahús, flugvöll og önnur stór verkefni. Fólk vilji bíða eftir að þjóðin rétti úr kútnum. Hann segir koma nokkuð á óvart að ekki sé munur á afstöðu eftir búsetu. „En þar held ég að sé það sama, að ábyrgðartilfinningin gagnvart því að ráðast í einhverjar ófærur í fjárfestingum sé álíka rík á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi." Keflavík nýtur meiri vinsælda en Hólmsheiði. Ástæðurnar segir Trausti vera að innanlandsflug frá Keflavík myndi bæta aðgengi erlendra ferðamanna að landinu öllu og auðvelda Íslendingum á landsbyggðinni ferðalög utan og heim. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Yfir 80 prósent landsmanna vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði kyrr í Vatnsmýrinni, samkvæmt niðurstöðum könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Ekki er munur á afstöðu eftir búsetu, en í kosningum um framtíð flugvallarins árið 2001 vildi meirihluti Reykvíkinga flugvöllinn burt. Ef horft er á landið allt vilja 83% að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, 3% vilja nýtt flugvallarstæði á Hólmsheiði, 11% kjósa að færa starfsemina til Keflavíkur og 3% vilja ekkert af ofantöldu. Athygli vekur að ekki er munur á afstöðu höfuðborgarbúa og þeirra sem búa á landsbyggðinni. Vatnsmýrin fær stuðning 83% borgarbúa, Hólmsheiði fær 3,5%, Keflavík 10% og 3,5% velja annað. Hjá landsbyggðinni fær Vatnsmýrin 84%, Hólmsheiðin 1%, Keflavík 13% og 2% vilja aðra kosti. Það er ljóst að kúvending hefur orðið á afstöðu fólks til þess hvar flugvöllurinn á að vera, en hverjar skyldu ástæðurnar vera? „Skýringin er algjörlega að mínu mati sú að nú stendur svo illa fyrir okkur efnahagslega að við höfum ekki efni á að ráðast í neinar stórar framkvæmdir," segir Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði. Þetta eigi jafnt við um sjúkrahús, flugvöll og önnur stór verkefni. Fólk vilji bíða eftir að þjóðin rétti úr kútnum. Hann segir koma nokkuð á óvart að ekki sé munur á afstöðu eftir búsetu. „En þar held ég að sé það sama, að ábyrgðartilfinningin gagnvart því að ráðast í einhverjar ófærur í fjárfestingum sé álíka rík á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi." Keflavík nýtur meiri vinsælda en Hólmsheiði. Ástæðurnar segir Trausti vera að innanlandsflug frá Keflavík myndi bæta aðgengi erlendra ferðamanna að landinu öllu og auðvelda Íslendingum á landsbyggðinni ferðalög utan og heim.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira