Veigamikil rök fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2013 14:18 Framburðir sakborninga í svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru ýmist falskir eða óáreiðanlegir. Þess vegna standa veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps sem hafði það hlutverk að fara yfir gögn í málinu. Hópurinn skilaði skýrslu til Ögmundar Jónassonar í dag.Helstu niðurstöður starfshópsins eru þessar:· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Erlu Bolladóttur, Sævars Marinós Ciesielski og Kristjáns Viðars Viðarssonar í Guðmunar- og Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar í Guðmundarmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns Skarphéðinssonar í Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið falskur.Þrjár leiðir færarStarfshópurinn bendir á nokkrar leiðir til að málunum verði komið í farveg:· Að ríkissaksóknari meti hvort tilefni sé til aðgerða af hálfu ákæruvalds.· Að dómfelldu í málunum leiti eftir því að þau verði tekin upp á ný og að slík umleitan verði studd með opinberu fé.· Að lagt verði fram lagafrumvarp sem mæli fyrir um endurupptöku málanna. Umræddur starfshópur var skipaður 7. október 2011 eftir mikla umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið á Stöð 2 og Vísi. Hópnum var falið að fara yfir rannsókn tveggja sakamála í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Starfshópnum var jafnframt falið að taka til athugunar þau gögn sem komið hafa fram á síðustu árum og að greina í skýrslu sinni frá því hvort og þá til hvaða ráðstafana þyrfti að grípa varðandi framhald málanna. Starfshópinn skipuðu Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, formaður hópsins, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson prófessor og yfirsálfræðingur. Með starfshópnum störfuðu Gísli H. Guðjónsson prófessor og Valgerður María Sigurðardóttir lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Framburðir sakborninga í svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru ýmist falskir eða óáreiðanlegir. Þess vegna standa veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps sem hafði það hlutverk að fara yfir gögn í málinu. Hópurinn skilaði skýrslu til Ögmundar Jónassonar í dag.Helstu niðurstöður starfshópsins eru þessar:· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Erlu Bolladóttur, Sævars Marinós Ciesielski og Kristjáns Viðars Viðarssonar í Guðmunar- og Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar í Guðmundarmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns Skarphéðinssonar í Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið falskur.Þrjár leiðir færarStarfshópurinn bendir á nokkrar leiðir til að málunum verði komið í farveg:· Að ríkissaksóknari meti hvort tilefni sé til aðgerða af hálfu ákæruvalds.· Að dómfelldu í málunum leiti eftir því að þau verði tekin upp á ný og að slík umleitan verði studd með opinberu fé.· Að lagt verði fram lagafrumvarp sem mæli fyrir um endurupptöku málanna. Umræddur starfshópur var skipaður 7. október 2011 eftir mikla umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið á Stöð 2 og Vísi. Hópnum var falið að fara yfir rannsókn tveggja sakamála í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Starfshópnum var jafnframt falið að taka til athugunar þau gögn sem komið hafa fram á síðustu árum og að greina í skýrslu sinni frá því hvort og þá til hvaða ráðstafana þyrfti að grípa varðandi framhald málanna. Starfshópinn skipuðu Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, formaður hópsins, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson prófessor og yfirsálfræðingur. Með starfshópnum störfuðu Gísli H. Guðjónsson prófessor og Valgerður María Sigurðardóttir lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira