Fótbolti

Englendingar misstu af toppsætinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Svartfellingar héldu toppsæti H-riðils eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Englendinga á heimavelli í kvöld. Þetta var þriðja jafntefli Englendinga í keppninni.

Wayne Rooney kom Englandi yfir strax í upphafi leiks með skalla eftir hornspyrnu Steven Gerrard. Hann hafði þá þegar átt skot í stöng.

En heimamenn reyndust sterkari í seinni hálfleik og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark þegar að Dejan Damjanovic skoraði.

Mirko Vucinic fékk nokkur færi í leiknum til að tryggja sínum mönnum sigurinn en allt kom fyrir ekki.

Svartfjallaland er með fjórtán stig á toppi riðilsins en England er með tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×