Malta og Sviss einu löndin sem hafa gert hlé á ESB viðræðum Helga Arnardóttir skrifar 10. mars 2013 19:40 Malta og Sviss eru einu Evrópulöndin sem gert hafa hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hætti Ísland viðræðum við ESB yrði ekki hægt að byggja á þeim samningum sem þegar hafa náðst um tiltekna kafla, ef þær yrðu hafnar að nýju, segir prófessor í stjórnmálafræði. Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um að hætta skuli viðræðum við ESB hefur verið harðlega gagnrýnd af ESB sinnum innan flokksins og hagsmunaöflum á borð við Samtök atvinnulífsins og fyrrverandi formanni Samtaka iðnaðarins. Formaður Sjálfstæðisflokksins var afdráttarlaus í fréttum í gær og sagði lýðræðislegt umboð þjóðarinnar skorta svo hægt yrði að halda viðræðum áfram. En hvernig hafa aðrar Evrópuþjóðir brugðist við í viðræðuferlinu sjálfu? „Ég man ekki eftir því að það hafi gerst áður að aðildarríki sem hefur samninga við Evrópusambandið af fyrrabragði, hafi hætt þeim og aftur kallað umsóknina," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Hins vegar séu tvö dæmi þess að Evrópuríki hafi gert hlé á viðræðum. „Það er annars vegar Malta sem gerði hlé á sinni aðildarumsókn í tvö ár og hóf svo ferilinn á nýjan leik og varð aðili að Evrópusambandinu og hinsvegar Sviss sem eftir höfnunina á ESS samningnum 1993 frysti sína ummsókn, sem er samt sem áður formlega séð ennþá opin þó svo ekkert hafi gerst í þeim málum öll þessi tuttugu ár." Eina ríkið sem gengið hafi úr Evrópusambandinu sé Grænland. Eiríkur segist ekki vita til þess að ríki hafi hreinlega afturkallað umsókn áður en ferlinu lýkur og því yrði það einsdæmi ef Ísland léti verða af því. En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér? „Kjósi Íslendingar síðar að sækja um aðild á nýjan leik að þá væri ekki hægt að byggja á þeim samningum sem nú hafa farið fram og hafa verið í gangi. Þá þyrfti að sækja um á nýjan leik. Og þá þyrftu öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja það." Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Malta og Sviss eru einu Evrópulöndin sem gert hafa hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hætti Ísland viðræðum við ESB yrði ekki hægt að byggja á þeim samningum sem þegar hafa náðst um tiltekna kafla, ef þær yrðu hafnar að nýju, segir prófessor í stjórnmálafræði. Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um að hætta skuli viðræðum við ESB hefur verið harðlega gagnrýnd af ESB sinnum innan flokksins og hagsmunaöflum á borð við Samtök atvinnulífsins og fyrrverandi formanni Samtaka iðnaðarins. Formaður Sjálfstæðisflokksins var afdráttarlaus í fréttum í gær og sagði lýðræðislegt umboð þjóðarinnar skorta svo hægt yrði að halda viðræðum áfram. En hvernig hafa aðrar Evrópuþjóðir brugðist við í viðræðuferlinu sjálfu? „Ég man ekki eftir því að það hafi gerst áður að aðildarríki sem hefur samninga við Evrópusambandið af fyrrabragði, hafi hætt þeim og aftur kallað umsóknina," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Hins vegar séu tvö dæmi þess að Evrópuríki hafi gert hlé á viðræðum. „Það er annars vegar Malta sem gerði hlé á sinni aðildarumsókn í tvö ár og hóf svo ferilinn á nýjan leik og varð aðili að Evrópusambandinu og hinsvegar Sviss sem eftir höfnunina á ESS samningnum 1993 frysti sína ummsókn, sem er samt sem áður formlega séð ennþá opin þó svo ekkert hafi gerst í þeim málum öll þessi tuttugu ár." Eina ríkið sem gengið hafi úr Evrópusambandinu sé Grænland. Eiríkur segist ekki vita til þess að ríki hafi hreinlega afturkallað umsókn áður en ferlinu lýkur og því yrði það einsdæmi ef Ísland léti verða af því. En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér? „Kjósi Íslendingar síðar að sækja um aðild á nýjan leik að þá væri ekki hægt að byggja á þeim samningum sem nú hafa farið fram og hafa verið í gangi. Þá þyrfti að sækja um á nýjan leik. Og þá þyrftu öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja það."
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira