Malta og Sviss einu löndin sem hafa gert hlé á ESB viðræðum Helga Arnardóttir skrifar 10. mars 2013 19:40 Malta og Sviss eru einu Evrópulöndin sem gert hafa hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hætti Ísland viðræðum við ESB yrði ekki hægt að byggja á þeim samningum sem þegar hafa náðst um tiltekna kafla, ef þær yrðu hafnar að nýju, segir prófessor í stjórnmálafræði. Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um að hætta skuli viðræðum við ESB hefur verið harðlega gagnrýnd af ESB sinnum innan flokksins og hagsmunaöflum á borð við Samtök atvinnulífsins og fyrrverandi formanni Samtaka iðnaðarins. Formaður Sjálfstæðisflokksins var afdráttarlaus í fréttum í gær og sagði lýðræðislegt umboð þjóðarinnar skorta svo hægt yrði að halda viðræðum áfram. En hvernig hafa aðrar Evrópuþjóðir brugðist við í viðræðuferlinu sjálfu? „Ég man ekki eftir því að það hafi gerst áður að aðildarríki sem hefur samninga við Evrópusambandið af fyrrabragði, hafi hætt þeim og aftur kallað umsóknina," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Hins vegar séu tvö dæmi þess að Evrópuríki hafi gert hlé á viðræðum. „Það er annars vegar Malta sem gerði hlé á sinni aðildarumsókn í tvö ár og hóf svo ferilinn á nýjan leik og varð aðili að Evrópusambandinu og hinsvegar Sviss sem eftir höfnunina á ESS samningnum 1993 frysti sína ummsókn, sem er samt sem áður formlega séð ennþá opin þó svo ekkert hafi gerst í þeim málum öll þessi tuttugu ár." Eina ríkið sem gengið hafi úr Evrópusambandinu sé Grænland. Eiríkur segist ekki vita til þess að ríki hafi hreinlega afturkallað umsókn áður en ferlinu lýkur og því yrði það einsdæmi ef Ísland léti verða af því. En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér? „Kjósi Íslendingar síðar að sækja um aðild á nýjan leik að þá væri ekki hægt að byggja á þeim samningum sem nú hafa farið fram og hafa verið í gangi. Þá þyrfti að sækja um á nýjan leik. Og þá þyrftu öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja það." Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Malta og Sviss eru einu Evrópulöndin sem gert hafa hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hætti Ísland viðræðum við ESB yrði ekki hægt að byggja á þeim samningum sem þegar hafa náðst um tiltekna kafla, ef þær yrðu hafnar að nýju, segir prófessor í stjórnmálafræði. Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um að hætta skuli viðræðum við ESB hefur verið harðlega gagnrýnd af ESB sinnum innan flokksins og hagsmunaöflum á borð við Samtök atvinnulífsins og fyrrverandi formanni Samtaka iðnaðarins. Formaður Sjálfstæðisflokksins var afdráttarlaus í fréttum í gær og sagði lýðræðislegt umboð þjóðarinnar skorta svo hægt yrði að halda viðræðum áfram. En hvernig hafa aðrar Evrópuþjóðir brugðist við í viðræðuferlinu sjálfu? „Ég man ekki eftir því að það hafi gerst áður að aðildarríki sem hefur samninga við Evrópusambandið af fyrrabragði, hafi hætt þeim og aftur kallað umsóknina," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Hins vegar séu tvö dæmi þess að Evrópuríki hafi gert hlé á viðræðum. „Það er annars vegar Malta sem gerði hlé á sinni aðildarumsókn í tvö ár og hóf svo ferilinn á nýjan leik og varð aðili að Evrópusambandinu og hinsvegar Sviss sem eftir höfnunina á ESS samningnum 1993 frysti sína ummsókn, sem er samt sem áður formlega séð ennþá opin þó svo ekkert hafi gerst í þeim málum öll þessi tuttugu ár." Eina ríkið sem gengið hafi úr Evrópusambandinu sé Grænland. Eiríkur segist ekki vita til þess að ríki hafi hreinlega afturkallað umsókn áður en ferlinu lýkur og því yrði það einsdæmi ef Ísland léti verða af því. En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér? „Kjósi Íslendingar síðar að sækja um aðild á nýjan leik að þá væri ekki hægt að byggja á þeim samningum sem nú hafa farið fram og hafa verið í gangi. Þá þyrfti að sækja um á nýjan leik. Og þá þyrftu öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja það."
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira