Bullandi óánægja innan Sjálfstæðisflokksins Höskuldur Kári Schram skrifar 4. mars 2013 18:48 Fjölmennt var á fundi Sjálfstæðra Evrópusinna í húsnæði Sterkara Íslands við Síðamúla í Reykjavík í dag. Mikil óánægja er meðal ESB-sinna innan sjálfstæðisflokks eftir að Landsfundur flokksins ályktaði að hætta eigi viðræðum um aðild að ESB. „Það eru margir sem eru býsna óánægðir og finnst það að flokkurinn sem hefur verið duglegur að finna málamiðlanir þegar menn hafa ekki verið alveg sammála. Þetta er nú mál sem á við kjarnastefnu flokksins. Við erum að tala um viðræður við samband þar sem að aðalstefnan er frjáls viðskipti og vestræn samvinna og það er akkurat það sem flokkurinn hefur staðið fyrir undanfarna áratugi," segir Benedikt Jóhannesson formaður Sjálfstæðra Evrópusinna. Benedikt segir að þessi ályktun hafi fælt kjósendur frá flokknum. „Ætlar þú að kjósa sjálfsætðsiflokkinn í næstu kosningum ef hann hvikar ekki frá þessari stefnu? ég hef aldrei átt í vandræðum með að svara þessari spurningu en ég á í svolitlum vandræðum núna," segir Benedikt. Í ályktun frá Sjálfstæðum Evrópumönnum segir:Fundur í Sjálfstæðum Evrópumönnum 4. mars 2013 harmar það að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi hafnað málamiðlun í Evrópumálum og vilji hætta viðræðum við Evrópusambandið. Mikilvægt er að þjóðin fái að greiða atkvæði um málið.Þjóðin sem er í höftum krónunnar, verðbólgu og hárra vaxta má ekki loka leiðum sem geta leitt hana úr ógöngunum.Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið í fararbroddi þeirra afla á Íslandi sem standa vörð um frjáls viðskipti og vestræna samvinnu. Sjálfstæðir Evrópumenn halda enn í þessi gömlu gildi þó að aðrir telji hagsmunum betur borgið með því að snúa blaðinu við, án þess þó að setja fram neina trúverðuga leið fyrir þjóðina út úr vandanum. Kosningar 2013 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Fjölmennt var á fundi Sjálfstæðra Evrópusinna í húsnæði Sterkara Íslands við Síðamúla í Reykjavík í dag. Mikil óánægja er meðal ESB-sinna innan sjálfstæðisflokks eftir að Landsfundur flokksins ályktaði að hætta eigi viðræðum um aðild að ESB. „Það eru margir sem eru býsna óánægðir og finnst það að flokkurinn sem hefur verið duglegur að finna málamiðlanir þegar menn hafa ekki verið alveg sammála. Þetta er nú mál sem á við kjarnastefnu flokksins. Við erum að tala um viðræður við samband þar sem að aðalstefnan er frjáls viðskipti og vestræn samvinna og það er akkurat það sem flokkurinn hefur staðið fyrir undanfarna áratugi," segir Benedikt Jóhannesson formaður Sjálfstæðra Evrópusinna. Benedikt segir að þessi ályktun hafi fælt kjósendur frá flokknum. „Ætlar þú að kjósa sjálfsætðsiflokkinn í næstu kosningum ef hann hvikar ekki frá þessari stefnu? ég hef aldrei átt í vandræðum með að svara þessari spurningu en ég á í svolitlum vandræðum núna," segir Benedikt. Í ályktun frá Sjálfstæðum Evrópumönnum segir:Fundur í Sjálfstæðum Evrópumönnum 4. mars 2013 harmar það að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi hafnað málamiðlun í Evrópumálum og vilji hætta viðræðum við Evrópusambandið. Mikilvægt er að þjóðin fái að greiða atkvæði um málið.Þjóðin sem er í höftum krónunnar, verðbólgu og hárra vaxta má ekki loka leiðum sem geta leitt hana úr ógöngunum.Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið í fararbroddi þeirra afla á Íslandi sem standa vörð um frjáls viðskipti og vestræna samvinnu. Sjálfstæðir Evrópumenn halda enn í þessi gömlu gildi þó að aðrir telji hagsmunum betur borgið með því að snúa blaðinu við, án þess þó að setja fram neina trúverðuga leið fyrir þjóðina út úr vandanum.
Kosningar 2013 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira