Leggja til að staðgöngumæðrun verði alfarið bönnuð 20. febrúar 2013 14:29 Níu konur innan Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs hafa lagt fram ályktun á landsfundi VG, sem fram fer næstu helgi, þar sem lagt er til að flokkurinn leggist gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi. Þetta kemur fram í drögum að ályktunum fyrir landsfundinn og er undir liðnum „Kvenfrelsi og fiskveiðar". Meðal þeirra sem standa að tillögunni er Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að fela Velferðarráðherra að skipa starfshóp sem undirbýr frumvarp til laga sem heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Sá hópur er enn að störfum. Aftur á móti skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra Í janúar 2009 sérfræðinga-starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áliti þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu. Umræðan um staðgöngumæðrun fór af stað í samfélaginu þegar foreldrar Jóels Færseth Einarssonar börðust fyrir því að fá ríkisborgararétt handa syni sínum í desember árið 2010. Þau höfðu fengið staðgöngumóður á Indlandi til þess að ganga með barnið. Í kjölfarið blöstu margar lagaflækjur við fjölskyldunni, sem voru þó leystar farsællega að lokum. Því var ákveðið að láta kanna hvort það væri grundvöllur fyrir því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi. Í ályktun kvennanna innan VG segir um málið: „Með því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni væri verið að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og 32 eigum ekki að samþykkja." Konurnar sem skrifa undir ályktunina eru eftirfarandi: Auður Alfífa Ketilsdóttir, Andrea Hjálmsdóttir, Lísa Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Margrét Pétursdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir. Hægt er að nálgast ályktarnir sem lagðar verða fram á landsfundi VG næstu helgi sem fram fer á Hótel Hilton Nordica hér. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Níu konur innan Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs hafa lagt fram ályktun á landsfundi VG, sem fram fer næstu helgi, þar sem lagt er til að flokkurinn leggist gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi. Þetta kemur fram í drögum að ályktunum fyrir landsfundinn og er undir liðnum „Kvenfrelsi og fiskveiðar". Meðal þeirra sem standa að tillögunni er Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að fela Velferðarráðherra að skipa starfshóp sem undirbýr frumvarp til laga sem heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Sá hópur er enn að störfum. Aftur á móti skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra Í janúar 2009 sérfræðinga-starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áliti þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu. Umræðan um staðgöngumæðrun fór af stað í samfélaginu þegar foreldrar Jóels Færseth Einarssonar börðust fyrir því að fá ríkisborgararétt handa syni sínum í desember árið 2010. Þau höfðu fengið staðgöngumóður á Indlandi til þess að ganga með barnið. Í kjölfarið blöstu margar lagaflækjur við fjölskyldunni, sem voru þó leystar farsællega að lokum. Því var ákveðið að láta kanna hvort það væri grundvöllur fyrir því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi. Í ályktun kvennanna innan VG segir um málið: „Með því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni væri verið að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og 32 eigum ekki að samþykkja." Konurnar sem skrifa undir ályktunina eru eftirfarandi: Auður Alfífa Ketilsdóttir, Andrea Hjálmsdóttir, Lísa Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Margrét Pétursdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir. Hægt er að nálgast ályktarnir sem lagðar verða fram á landsfundi VG næstu helgi sem fram fer á Hótel Hilton Nordica hér.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira