Leggja til að staðgöngumæðrun verði alfarið bönnuð 20. febrúar 2013 14:29 Níu konur innan Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs hafa lagt fram ályktun á landsfundi VG, sem fram fer næstu helgi, þar sem lagt er til að flokkurinn leggist gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi. Þetta kemur fram í drögum að ályktunum fyrir landsfundinn og er undir liðnum „Kvenfrelsi og fiskveiðar". Meðal þeirra sem standa að tillögunni er Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að fela Velferðarráðherra að skipa starfshóp sem undirbýr frumvarp til laga sem heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Sá hópur er enn að störfum. Aftur á móti skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra Í janúar 2009 sérfræðinga-starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áliti þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu. Umræðan um staðgöngumæðrun fór af stað í samfélaginu þegar foreldrar Jóels Færseth Einarssonar börðust fyrir því að fá ríkisborgararétt handa syni sínum í desember árið 2010. Þau höfðu fengið staðgöngumóður á Indlandi til þess að ganga með barnið. Í kjölfarið blöstu margar lagaflækjur við fjölskyldunni, sem voru þó leystar farsællega að lokum. Því var ákveðið að láta kanna hvort það væri grundvöllur fyrir því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi. Í ályktun kvennanna innan VG segir um málið: „Með því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni væri verið að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og 32 eigum ekki að samþykkja." Konurnar sem skrifa undir ályktunina eru eftirfarandi: Auður Alfífa Ketilsdóttir, Andrea Hjálmsdóttir, Lísa Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Margrét Pétursdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir. Hægt er að nálgast ályktarnir sem lagðar verða fram á landsfundi VG næstu helgi sem fram fer á Hótel Hilton Nordica hér. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Níu konur innan Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs hafa lagt fram ályktun á landsfundi VG, sem fram fer næstu helgi, þar sem lagt er til að flokkurinn leggist gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi. Þetta kemur fram í drögum að ályktunum fyrir landsfundinn og er undir liðnum „Kvenfrelsi og fiskveiðar". Meðal þeirra sem standa að tillögunni er Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að fela Velferðarráðherra að skipa starfshóp sem undirbýr frumvarp til laga sem heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Sá hópur er enn að störfum. Aftur á móti skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra Í janúar 2009 sérfræðinga-starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áliti þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu. Umræðan um staðgöngumæðrun fór af stað í samfélaginu þegar foreldrar Jóels Færseth Einarssonar börðust fyrir því að fá ríkisborgararétt handa syni sínum í desember árið 2010. Þau höfðu fengið staðgöngumóður á Indlandi til þess að ganga með barnið. Í kjölfarið blöstu margar lagaflækjur við fjölskyldunni, sem voru þó leystar farsællega að lokum. Því var ákveðið að láta kanna hvort það væri grundvöllur fyrir því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi. Í ályktun kvennanna innan VG segir um málið: „Með því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni væri verið að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og 32 eigum ekki að samþykkja." Konurnar sem skrifa undir ályktunina eru eftirfarandi: Auður Alfífa Ketilsdóttir, Andrea Hjálmsdóttir, Lísa Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Margrét Pétursdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir. Hægt er að nálgast ályktarnir sem lagðar verða fram á landsfundi VG næstu helgi sem fram fer á Hótel Hilton Nordica hér.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira