Langhæsta verðið á Norðurlöndunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2013 13:32 Verðsamanburður Póst- og fjarskiptastofnunar á árlegum skráningargjöldum á landsléninu .is við Norðurlöndin leiðir í ljós 100-300% hærri gjöld hér á landi. Þetta kemur fram á vef PFS. Stofnunin hefur skilað umsögn um frumvarp til laga um landslénið .is og önnur höfuðlén til umhverfis- og menntamálanefndar Alþingis. PFS bendir á að núverandi rekstrarfyrirkomulag, sem felist í einokunarstarfsemi sem ISNIC sinni, geti haft í för með sér neikvæðar afleiðingar fyrir neytendur.Verðmunur á Norðurlöndunum. Um kaupmáttarjafnað verð í evrum er að ræða.Mynd/PFSSamanburð á árlegum lénaskráningargjöldum má sjá á myndinni hér að ofan. PFS telur smæð íslenska markaðarins ekki skýra hina háu verðlagningu hér á landi. Samanburður við smáríkin Liechtenstein og Möltu sýndu að verðið á Íslandi var um eða yfir 100% í þeim samanburði. Einkarestur sjaldgæft fyrirkomulagPóst- og fjarskiptastofnun telur að umræða um landslénamálin hafi á stundum verið misvísandi. Því minnir PFS á það sjónarmið að landslénið .is sé í eðli sínu takmörkuð auðlind og eðlilegt að Alþingi geti sett lög um ráðstöfun og nýtingu auðlindarinnar. PFS telur lagasetningu sérstaklega mikilvæga til þess að einkaaðili, sem er ISNIC í núverandi fyrirkomulagi, sé ekki í sjálfsvald sett hvernig staðið sé að skráningu landsléna. Þá verði markmiðum um nauðsynlegt öryggi reksturs, búnaðar og gagna ekki tryggt nema með löggjöf. Samkvæmt PFS er skráningum landsléna alla jafna komið fyrir hjá opinberum stjórnvöldum, innan háskólasamfélags eða á hendi sjálfseignarstofnana (e. Non-profit organizations). Það megi sjá í töflu í skýrslu OECD frá árinu 2006, sjá hér. Brýnt að setja almenn lög um landslénið .is sem fyrst„Póst- og fjarskiptastofnun telur að sú skipan mála að jafn samfélagslega mikilvæg og takmörkuð auðlind og landslénið .is skuli vera fyrir komið í einokunarstarfsemi einkaaðila sé afar óheppileg og geti m.a. skýrt þann mikla verðmun sem er á árgjöldum lénaskráningar hér á landi samanborið við þau lönd sem við helst berum okkur saman við, sbr. umfjöllun í kafla 4.2. Þessi staða, með tilliti til hagsmuna neytenda, samfélagslega mikilvægis þjónustunnar, auk sjónarmiða um rekstralegt öryggi og stjórnsýslulegt eftirlit með starfseminni, beinlínis kallar á að sett verði almenn lög um starfsemina. Telur PFS afar brýnt að það verði gert sem fyrst," eins og segir í umsögn PFS. Tengdar fréttir Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. 16. janúar 2013 09:54 Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Verðsamanburður Póst- og fjarskiptastofnunar á árlegum skráningargjöldum á landsléninu .is við Norðurlöndin leiðir í ljós 100-300% hærri gjöld hér á landi. Þetta kemur fram á vef PFS. Stofnunin hefur skilað umsögn um frumvarp til laga um landslénið .is og önnur höfuðlén til umhverfis- og menntamálanefndar Alþingis. PFS bendir á að núverandi rekstrarfyrirkomulag, sem felist í einokunarstarfsemi sem ISNIC sinni, geti haft í för með sér neikvæðar afleiðingar fyrir neytendur.Verðmunur á Norðurlöndunum. Um kaupmáttarjafnað verð í evrum er að ræða.Mynd/PFSSamanburð á árlegum lénaskráningargjöldum má sjá á myndinni hér að ofan. PFS telur smæð íslenska markaðarins ekki skýra hina háu verðlagningu hér á landi. Samanburður við smáríkin Liechtenstein og Möltu sýndu að verðið á Íslandi var um eða yfir 100% í þeim samanburði. Einkarestur sjaldgæft fyrirkomulagPóst- og fjarskiptastofnun telur að umræða um landslénamálin hafi á stundum verið misvísandi. Því minnir PFS á það sjónarmið að landslénið .is sé í eðli sínu takmörkuð auðlind og eðlilegt að Alþingi geti sett lög um ráðstöfun og nýtingu auðlindarinnar. PFS telur lagasetningu sérstaklega mikilvæga til þess að einkaaðili, sem er ISNIC í núverandi fyrirkomulagi, sé ekki í sjálfsvald sett hvernig staðið sé að skráningu landsléna. Þá verði markmiðum um nauðsynlegt öryggi reksturs, búnaðar og gagna ekki tryggt nema með löggjöf. Samkvæmt PFS er skráningum landsléna alla jafna komið fyrir hjá opinberum stjórnvöldum, innan háskólasamfélags eða á hendi sjálfseignarstofnana (e. Non-profit organizations). Það megi sjá í töflu í skýrslu OECD frá árinu 2006, sjá hér. Brýnt að setja almenn lög um landslénið .is sem fyrst„Póst- og fjarskiptastofnun telur að sú skipan mála að jafn samfélagslega mikilvæg og takmörkuð auðlind og landslénið .is skuli vera fyrir komið í einokunarstarfsemi einkaaðila sé afar óheppileg og geti m.a. skýrt þann mikla verðmun sem er á árgjöldum lénaskráningar hér á landi samanborið við þau lönd sem við helst berum okkur saman við, sbr. umfjöllun í kafla 4.2. Þessi staða, með tilliti til hagsmuna neytenda, samfélagslega mikilvægis þjónustunnar, auk sjónarmiða um rekstralegt öryggi og stjórnsýslulegt eftirlit með starfseminni, beinlínis kallar á að sett verði almenn lög um starfsemina. Telur PFS afar brýnt að það verði gert sem fyrst," eins og segir í umsögn PFS.
Tengdar fréttir Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. 16. janúar 2013 09:54 Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. 16. janúar 2013 09:54
Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37