"Auðvitað er okkur treystandi" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2013 11:50 Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu karla í Leikni í Breiðholti fögnuðu sigrinum á KR í gærkvöldi svo innilega að verðlaunabikarinn týndist. Leiknir í Breiðholti varð í gærkvöldi Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta skipti eftir 3-2 sigur á KR í úrslitaleik í Egilshöll. Leiknir, sem leikur í næstefstu deild, hafði aldrei áður leikið til úrslita í keppninni. „Þetta var stórskemmtilegt og við nutum þess út í ystu æsar, eins og gefur að skilja," segir Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrirliði Leiknis. Klukkan tíu í morgun birti Öryggismiðstöð Íslands eftirfarandi skilaboð á Facebook-síðu sinni: „Kæru Leiknismenn. Til hamingju með Reykjavíkurmeistaratitilinn! Við fundum bikarinn ykkar í Breiðholtslaug í nótt. Þið getið nálgast hann hjá okkur. :)" Ólafur Hrannar er uppalinn hjá Leikni og einn þeirra sem fagnaði sigrinum í gærkvöldi fram á nótt. „Ég var á svæðinu, jú jú," segir Ólafur sem fékkst til þess að rekja atburðarrás gærkvöldsins og næturinnar í grófum dráttum.Ólafur Hrannar lyftir farandbikarnum. Egill Atlason lyftir eignarbikarnum í bakgrunni.Myndir/Valgarður Gíslason„Þetta var Egilshöllin, Leiknishúsið, einhver hverfispub og svo fannst hann við laugina. Ég vona bara að hann rati aftur upp í Leiknishús," segir Ólafur Hrannar. Leiknismenn fengu tvo verðlaunabikara fyrir sigur sinn. Annars vegar er um farandbikar að ræða sem liðið hefur í vörslu sinni í eitt ár en hins vegar bikar sem liðið hefur unnið sér til eignar. „Þetta var eignarbikarinn, ekki farandsbikarinn. Framkvæmdastjóri Leiknis sagði við mig að farandbikarinn færi ekkert nema upp í Leiknishúsið. Hann treysti okkur alls ekki fyrir bikarnum. Ég þrætti fyrir það: „Auðvitað er okkur treystandi"," segir Ólafur Hrannar og hlær.Leiknismenn fögnuðu ákaft í Egilshöll í gær og fram á nótt.Mynd/Valgarður Gíslason„Svo fór það þannig að við týndum eignarbikarnum. En það er gott að farandbikarinn er hólpinn uppi í húsi," sagði Ólafur Hrannar. Aðspurður hvort Egill Atlason, nýr liðsmaður Leiknismanna og glaumgosi, hafi átt sök að máli grínast Ólafur Hrannar: „Egill er náttúrulega svo mikill ógæfumaður," segir Ólafur og hlær en viðurkennir að bera sjálfur ábyrgð ásamt fleirum. „Við eigum þetta sameiginlega einhverjir nokkrir sem misstum okkur aðeins í gleðinni," segir Ólafur Hrannar. Tengdar fréttir Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. 11. febrúar 2013 21:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu karla í Leikni í Breiðholti fögnuðu sigrinum á KR í gærkvöldi svo innilega að verðlaunabikarinn týndist. Leiknir í Breiðholti varð í gærkvöldi Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta skipti eftir 3-2 sigur á KR í úrslitaleik í Egilshöll. Leiknir, sem leikur í næstefstu deild, hafði aldrei áður leikið til úrslita í keppninni. „Þetta var stórskemmtilegt og við nutum þess út í ystu æsar, eins og gefur að skilja," segir Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrirliði Leiknis. Klukkan tíu í morgun birti Öryggismiðstöð Íslands eftirfarandi skilaboð á Facebook-síðu sinni: „Kæru Leiknismenn. Til hamingju með Reykjavíkurmeistaratitilinn! Við fundum bikarinn ykkar í Breiðholtslaug í nótt. Þið getið nálgast hann hjá okkur. :)" Ólafur Hrannar er uppalinn hjá Leikni og einn þeirra sem fagnaði sigrinum í gærkvöldi fram á nótt. „Ég var á svæðinu, jú jú," segir Ólafur sem fékkst til þess að rekja atburðarrás gærkvöldsins og næturinnar í grófum dráttum.Ólafur Hrannar lyftir farandbikarnum. Egill Atlason lyftir eignarbikarnum í bakgrunni.Myndir/Valgarður Gíslason„Þetta var Egilshöllin, Leiknishúsið, einhver hverfispub og svo fannst hann við laugina. Ég vona bara að hann rati aftur upp í Leiknishús," segir Ólafur Hrannar. Leiknismenn fengu tvo verðlaunabikara fyrir sigur sinn. Annars vegar er um farandbikar að ræða sem liðið hefur í vörslu sinni í eitt ár en hins vegar bikar sem liðið hefur unnið sér til eignar. „Þetta var eignarbikarinn, ekki farandsbikarinn. Framkvæmdastjóri Leiknis sagði við mig að farandbikarinn færi ekkert nema upp í Leiknishúsið. Hann treysti okkur alls ekki fyrir bikarnum. Ég þrætti fyrir það: „Auðvitað er okkur treystandi"," segir Ólafur Hrannar og hlær.Leiknismenn fögnuðu ákaft í Egilshöll í gær og fram á nótt.Mynd/Valgarður Gíslason„Svo fór það þannig að við týndum eignarbikarnum. En það er gott að farandbikarinn er hólpinn uppi í húsi," sagði Ólafur Hrannar. Aðspurður hvort Egill Atlason, nýr liðsmaður Leiknismanna og glaumgosi, hafi átt sök að máli grínast Ólafur Hrannar: „Egill er náttúrulega svo mikill ógæfumaður," segir Ólafur og hlær en viðurkennir að bera sjálfur ábyrgð ásamt fleirum. „Við eigum þetta sameiginlega einhverjir nokkrir sem misstum okkur aðeins í gleðinni," segir Ólafur Hrannar.
Tengdar fréttir Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. 11. febrúar 2013 21:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. 11. febrúar 2013 21:00