Segir Ögmund hafa ógnað sjálfstæði ákæruvaldsins 12. febrúar 2013 17:17 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Því miður, þótt Ögmundur hafi oft verið trúverðugur í sínu þá ógnaði þessi ákvörðun hans sjálfstæði ákæruvaldsins," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem fram fór í dag vegna komu FBI hingað til lands árið 2011. Meðal þeirra sem voru kallaðir á fund nefndarinnar voru Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari auk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Ráðherrann segir í samtali við fjölmiðla að réttarbeiðni FBI, sem gerði þeim kleift að athafna sig hér á landi til þess að rannsaka yfirvofandi tölvuárás í júní árið 2011, hafi ekki verið gildi í ágúst sama ár, þegar þeir snéru aftur, til þess að ræða við ungan íslenskan ríkisborgara sem tengdist Wikileaks. Ögmundur segir rannsóknina þá hafa snúist um Wikileaks, ekki tölvuárásina sem snéri að stjórnarráðinu og var afstýrt samkvæmt fulltrúa ríkislögreglustjóra. Þorgerður er alfarið ósammála Ögmundi um að þarna hafi verið um tvær ólíkar rannsóknir að ræða. Meðal annars segir Þorgerður að það hafi verið skýr skilningur ríkissaksóknara að þarna væri um sama mál að ræða og fyrri réttarbeiðni í gildi. Því hafi það verið rangt, að mati Þorgerðar, að afturkalla beiðnina og í raun hafi Ögmundur haft óeðlileg afskipti af rannsókn ákæruvaldsins. Vísir spurði Ögmund sérstaklega eftir fundinn í dag hvort hann liti svo á að ákvörðunin um að afturkalla réttarbeiðnina fæli meðal annars í sér óeðlilegt afskipti af ákæruvaldinu. Því neitaði Ögmundur alfarið og sagði rannsókn FBI í seinna skiptið snúa að allt öðru en því sem beiðnin heimilaði upphaflega. Það er að segja rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks samtökunum og einstaklingum þeim tengdum. Spurð um þessa afstöðu Ögmundar svarar Þorgerður: „Þetta er bara eftiráskýring." Þorgerður segir málflutning Ögmundar tilfinningalegan og við hann blandar Ögmundur pólitískum spuna að hennar sögn. „En þarna urðu einfaldlega mistök," segir hún um ákvörðun ráðherrans að afturkalla beiðnina. Hún segir málið bera keim taugaveiklunar, „og kanafóbíu," bætir hún við og segir ákvörðunina vega alvarlega að sjálfstæði ákæruvaldsins. „Fundurinn kallar í raun á fleiri spurningar en hann svaraði," segir Þorgerður Katrín að lokum. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
„Því miður, þótt Ögmundur hafi oft verið trúverðugur í sínu þá ógnaði þessi ákvörðun hans sjálfstæði ákæruvaldsins," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem fram fór í dag vegna komu FBI hingað til lands árið 2011. Meðal þeirra sem voru kallaðir á fund nefndarinnar voru Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari auk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Ráðherrann segir í samtali við fjölmiðla að réttarbeiðni FBI, sem gerði þeim kleift að athafna sig hér á landi til þess að rannsaka yfirvofandi tölvuárás í júní árið 2011, hafi ekki verið gildi í ágúst sama ár, þegar þeir snéru aftur, til þess að ræða við ungan íslenskan ríkisborgara sem tengdist Wikileaks. Ögmundur segir rannsóknina þá hafa snúist um Wikileaks, ekki tölvuárásina sem snéri að stjórnarráðinu og var afstýrt samkvæmt fulltrúa ríkislögreglustjóra. Þorgerður er alfarið ósammála Ögmundi um að þarna hafi verið um tvær ólíkar rannsóknir að ræða. Meðal annars segir Þorgerður að það hafi verið skýr skilningur ríkissaksóknara að þarna væri um sama mál að ræða og fyrri réttarbeiðni í gildi. Því hafi það verið rangt, að mati Þorgerðar, að afturkalla beiðnina og í raun hafi Ögmundur haft óeðlileg afskipti af rannsókn ákæruvaldsins. Vísir spurði Ögmund sérstaklega eftir fundinn í dag hvort hann liti svo á að ákvörðunin um að afturkalla réttarbeiðnina fæli meðal annars í sér óeðlilegt afskipti af ákæruvaldinu. Því neitaði Ögmundur alfarið og sagði rannsókn FBI í seinna skiptið snúa að allt öðru en því sem beiðnin heimilaði upphaflega. Það er að segja rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks samtökunum og einstaklingum þeim tengdum. Spurð um þessa afstöðu Ögmundar svarar Þorgerður: „Þetta er bara eftiráskýring." Þorgerður segir málflutning Ögmundar tilfinningalegan og við hann blandar Ögmundur pólitískum spuna að hennar sögn. „En þarna urðu einfaldlega mistök," segir hún um ákvörðun ráðherrans að afturkalla beiðnina. Hún segir málið bera keim taugaveiklunar, „og kanafóbíu," bætir hún við og segir ákvörðunina vega alvarlega að sjálfstæði ákæruvaldsins. „Fundurinn kallar í raun á fleiri spurningar en hann svaraði," segir Þorgerður Katrín að lokum.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira