Lífið

Æskudraumur Dóru rættist

Dóra Jóhannsdóttir. Mynd/Stefán
Dóra Jóhannsdóttir. Mynd/Stefán
Leikkonan Dóra Jóhannsdóttir upplifði æskudrauminn er hún hitti átrúnaðargoð sitt, leikkonuna Julie Andrews, í New York um helgina. Vinkona Dóru, leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir, var stödd í heimsókn hjá henni er þær mættu Andrews og spjölluðu leikkonurnar þrjár víst heillengi saman. Andrews er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í Sound of Music og Mary Poppins. Dóra hefur verið búsett í New York síðan í haust ásamt eiginmanni sínum, Jörundi Ragnarssyni, sem stundar nám í kvikmyndafræði við Columbia-háskólann.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.