Lífið

Anna Mjöll: Mamma leiddi mig inn kirkjugólfið

Ellý Ármanns skrifar
Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir kom til landsins í síðustu viku og gekk að eiga unnusta sinn Luca Ellis í Árbæjarsafni. Eins og sjá má á myndunum var söngkonan stórglæsileg klædd í fallegan ljósan blúndukjól með uppsett hárið og perlufesti um hálsinn. Þá var móðir Önnu, söngkonan Svanhildur Jakobsdóttir, klædd í glæsilega buxnadragt en hún leiddi dóttur sína inn kirkjugólfið. Bróðir Önnu, Andri Gaukur sem starfar sem skurðlæknir í New Hampshire, var einnig viðstaddur athöfnina en hann og Svanhildur voru svaramenn brúðarinnar.

Anna Mjöll og Luca Ellis stórglæsileg hjón.
Fjölskyldan með brúðhjónunum að athöfn lokinni.
Brúðarkossinn.
Svanhildur, móðir Önnu Mjallar, var hringaberi.
"Mamma var hringaberi og hún leiddi mig inn kirkjugólfið. Hún var líka svaramaður ásamt bróður mínum Andra Gauki," segir Anna Mjöll spuð út í þessa fallegu mynd af mæðgunum þar sem Svahildur réttir dóttur sinni hringinn. Svo bætir Anna Mjöll við: "Hún mamma gerði eiginlega allt."

Hér ganga nýgift hjónin út úr kirkjunni í Árbæjarsafni.
Hér má lesa viðtal við Svanhildi - Saknar Ólafs Gauks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×