Dularfulla ljósmyndin: Magnús trúir Jóni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. janúar 2013 14:26 Ljósmyndin sem Jón Haukur tók af bergveggnum. Mynd/Jón Haukur Jóelsson „Ef það er öruggt mál að enginn gekk fyrir myndavélina þá er þetta yfirnáttúrlegt mál, alveg klárlega," segir Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur um ljósmynd Jóns Hauks Jóelssonar af dularfullri veru við klettavegg á Snæfellsnesi í fyrrasumar. Jón gekk ásamt félaga sínum að Vatnshelli í Purkhólahrauni og tók nokkrar myndir af umhverfinu við hellinn. Þegar heim var komið sá Jón óþekkta mannveru á einni myndanna og staðhæfir að um hvorki hann sjálfan né ferðafélagann sé að ræða. Magnús fær árlega til sín tugi ljósmynda þar sem hann er beðinn að skera úr um hvort draugar séu á ferð eða ekki. Eftir að hafa skoðað ljósmynd Jóns telur Magnús að hann þurfi að ræða betur við ljósmyndarann áður en farið sé út í getgátur. „Ég er þeirrar náttúru gerður að ég trúi yfirleitt frásögnum fólks, og ég starfa við að safna dulrænum reynslusögum. Ég trúi Jóni Jóelssyni, en ég þyrfti að ræða betur við hann til þess að útiloka nokkra möguleika."Magnús Skarphéðinsson fær sendar tugi ljósmynda árlega þar sem talið er að framliðnir séu á ferð.Mynd/SKSpurður hvort hann telji að um vofu Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sé að ræða segir Magnús ekkert benda sérstaklega til þess. „Mér finnst það ólíklegt því að það er um svo ofboðslega stóran garð að ræða þegar kemur að því hvar framliðnir geta verið á ferðinni. Ég myndi segja að það væru tíu til tuttugu prósent líkur á að þetta sé Bjarni." Hvarf Bjarna var til umfjöllunar í þættinum Mannshvörf sem sýndur var á Stöð 2 í fyrrakvöld, en hann fór í berjamó á Snæfellsnesi sumarið 1974 og sneri aldrei til baka Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna, sagði í samtali við Vísi að henni fyndist maðurinn á myndinni svipa til afa síns. „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa." Tengdar fréttir Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 "Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Sjá meira
„Ef það er öruggt mál að enginn gekk fyrir myndavélina þá er þetta yfirnáttúrlegt mál, alveg klárlega," segir Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur um ljósmynd Jóns Hauks Jóelssonar af dularfullri veru við klettavegg á Snæfellsnesi í fyrrasumar. Jón gekk ásamt félaga sínum að Vatnshelli í Purkhólahrauni og tók nokkrar myndir af umhverfinu við hellinn. Þegar heim var komið sá Jón óþekkta mannveru á einni myndanna og staðhæfir að um hvorki hann sjálfan né ferðafélagann sé að ræða. Magnús fær árlega til sín tugi ljósmynda þar sem hann er beðinn að skera úr um hvort draugar séu á ferð eða ekki. Eftir að hafa skoðað ljósmynd Jóns telur Magnús að hann þurfi að ræða betur við ljósmyndarann áður en farið sé út í getgátur. „Ég er þeirrar náttúru gerður að ég trúi yfirleitt frásögnum fólks, og ég starfa við að safna dulrænum reynslusögum. Ég trúi Jóni Jóelssyni, en ég þyrfti að ræða betur við hann til þess að útiloka nokkra möguleika."Magnús Skarphéðinsson fær sendar tugi ljósmynda árlega þar sem talið er að framliðnir séu á ferð.Mynd/SKSpurður hvort hann telji að um vofu Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sé að ræða segir Magnús ekkert benda sérstaklega til þess. „Mér finnst það ólíklegt því að það er um svo ofboðslega stóran garð að ræða þegar kemur að því hvar framliðnir geta verið á ferðinni. Ég myndi segja að það væru tíu til tuttugu prósent líkur á að þetta sé Bjarni." Hvarf Bjarna var til umfjöllunar í þættinum Mannshvörf sem sýndur var á Stöð 2 í fyrrakvöld, en hann fór í berjamó á Snæfellsnesi sumarið 1974 og sneri aldrei til baka Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna, sagði í samtali við Vísi að henni fyndist maðurinn á myndinni svipa til afa síns. „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa."
Tengdar fréttir Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 "Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Sjá meira
Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55
"Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27