Strákarnir í Ísafjarðarmálinu stíga fram: „Það snérist allt um helvítis DV og aumingja maðurinn“ Boði Logason skrifar 22. janúar 2013 20:31 Eiríkur Guðberg Stefánsson og Hilmar Örn Þorbjörnsson voru gestir Kastljóssins í kvöld. Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. Gísli var kennari á Ísafirði en málið vakti mikla athygli þegar hann svipti sig lífi sama dag og DV fjallaði um brot hans árið 2006. Ritstjórar DV hættu störfum fyrir blaðið í kjölfarið en málið hefur oft verið kallað Ísafjarðarmálið. Hilmar Örn og Eiríkur Guðberg stigu nú í fyrsta skiptið fram og sögðu frá því ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla í mörg ár. „Þetta byrjaði eftir 15 ára afmælisdaginn minn og gekk rétt yfir 17 ára aldurinn, nánast vikulega," sagði Eiríkur Guðberg. Gísli kynntist föðurfjölskyldu Eiríks Guðbergs og hjálpaði honum að læra eftir skóla. Þannig gekk það fyrir sér um nokkurra mánaðaskeið en svo byrjaði Gísli að brjóta á honum. „Ég var í fótbolta og gekk rosalega vel í lífinu, en átti erfitt með skólann, var hálf-ofvirkur. En eftir að þetta byrjaði hætti ég í fótbolta og fór að drekka mikið, svo komu eiturlyf og sterar í kjölfarið af því," sagði Eiríkur Guðberg. Rétt fyrir jólin árið 2005 ákváðu þeir að kæra Gísla fyrir brotin. Það var svo í byrjun janúar árið 2006 sem DV kemst á snoðir um kærurnar tvær. „Hvernig, veit ég ekki, og það skiptir kannski ekki máli. En þeir hringja og hringja í mig og vilja fá hinar ýmsu upplýsingar en ég neitaði að tala við þá - slökkti bara á símanum mínum á tímabili. Þeir tala við pabba minn og hann biður þá ítrekað að bíða með þetta, og segir að um leið og þið birtið eitthvað um þetta þá er málið dautt - þið eyðileggið það fyrir okkur. En þeir hlustuðu ekki því miður," sagði Hilmar Örn. Sama dag og blaðið kom út svipti Gísli sig lífi, og því fór málið aldrei neitt lengra í dómskerfinu. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn segja að þeir hafi gleymst í umræðunni. „Við týndumst bara, það snérist allt um „helvítis DV og aumingja maðurinn"," sagði Hilmar Örn. „Ég gat ekki farið í mál við látinn einstakling og lokaði mig inni í tvær vikur, held ég hafi bara fengið vægt taugaáfall." „Ég var svo ungur, ég var bara 18 ára. Ég var svolítið sár yfir því að það bjuggust allir við að við værum að ljúga, að hann væri hetja því DV skrifaði um hann. Hann gerði það sem hann gerði." Eftir þetta hafa þeir fengið að heyra að þeir séu morðingjar, að það sé þeim að kenna að Gísli hafi svipt sig lífi. „Maður hefur heyrt bæði frá fólki sem trúir þessu, og trúir þessu ekki. Ég hef heyrt frá fólki sem segir að það hafi verið flott hjá okkur að kæra en ég hef líka heyrt að menn hafa kallað okkur morðingja fyrir að hafa drepið manninn," sagði Hilmar Örn. Fyrir nokkrum árum reyndi Eiríkur sjálfsvíg eftir að maður kom til hans og sagði að hann ætti að gefa sig fram til lögreglu og sitja inni fyrir manndráp. „Ég fór bara heim. Ég gat ekki meira. Ég hengdi mig inni í þvottahúsi. Ég var nánast dáinn, það þurfti að blása mig og hnoða mig í gang - svo vaknaði ég upp á spítala," sagði Eiríkur. „Ég hef talað um þetta tvisvar áður, við lögregluna og sálfræðing." Þeir segjast stíga fram núna til að fólk vakni. „Þetta er ekki okkur að kenna og fyrir okkur stráka er erfiðara að koma fram en fyrir stelpur. Það er hægt að mennta sig og ná bata," sagði Eiríkur. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn fengu báðir greiddar hámarksbætur frá íslenska ríkinu vegna þeirra brota sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla. Talið var sannað að Gísli hefði brotið gegn þeim.Viðtalið má sjá hér. Fjölmiðlar Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig ekki um ákæru: „Ég ætla að skoða þetta“ Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Sjá meira
Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. Gísli var kennari á Ísafirði en málið vakti mikla athygli þegar hann svipti sig lífi sama dag og DV fjallaði um brot hans árið 2006. Ritstjórar DV hættu störfum fyrir blaðið í kjölfarið en málið hefur oft verið kallað Ísafjarðarmálið. Hilmar Örn og Eiríkur Guðberg stigu nú í fyrsta skiptið fram og sögðu frá því ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla í mörg ár. „Þetta byrjaði eftir 15 ára afmælisdaginn minn og gekk rétt yfir 17 ára aldurinn, nánast vikulega," sagði Eiríkur Guðberg. Gísli kynntist föðurfjölskyldu Eiríks Guðbergs og hjálpaði honum að læra eftir skóla. Þannig gekk það fyrir sér um nokkurra mánaðaskeið en svo byrjaði Gísli að brjóta á honum. „Ég var í fótbolta og gekk rosalega vel í lífinu, en átti erfitt með skólann, var hálf-ofvirkur. En eftir að þetta byrjaði hætti ég í fótbolta og fór að drekka mikið, svo komu eiturlyf og sterar í kjölfarið af því," sagði Eiríkur Guðberg. Rétt fyrir jólin árið 2005 ákváðu þeir að kæra Gísla fyrir brotin. Það var svo í byrjun janúar árið 2006 sem DV kemst á snoðir um kærurnar tvær. „Hvernig, veit ég ekki, og það skiptir kannski ekki máli. En þeir hringja og hringja í mig og vilja fá hinar ýmsu upplýsingar en ég neitaði að tala við þá - slökkti bara á símanum mínum á tímabili. Þeir tala við pabba minn og hann biður þá ítrekað að bíða með þetta, og segir að um leið og þið birtið eitthvað um þetta þá er málið dautt - þið eyðileggið það fyrir okkur. En þeir hlustuðu ekki því miður," sagði Hilmar Örn. Sama dag og blaðið kom út svipti Gísli sig lífi, og því fór málið aldrei neitt lengra í dómskerfinu. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn segja að þeir hafi gleymst í umræðunni. „Við týndumst bara, það snérist allt um „helvítis DV og aumingja maðurinn"," sagði Hilmar Örn. „Ég gat ekki farið í mál við látinn einstakling og lokaði mig inni í tvær vikur, held ég hafi bara fengið vægt taugaáfall." „Ég var svo ungur, ég var bara 18 ára. Ég var svolítið sár yfir því að það bjuggust allir við að við værum að ljúga, að hann væri hetja því DV skrifaði um hann. Hann gerði það sem hann gerði." Eftir þetta hafa þeir fengið að heyra að þeir séu morðingjar, að það sé þeim að kenna að Gísli hafi svipt sig lífi. „Maður hefur heyrt bæði frá fólki sem trúir þessu, og trúir þessu ekki. Ég hef heyrt frá fólki sem segir að það hafi verið flott hjá okkur að kæra en ég hef líka heyrt að menn hafa kallað okkur morðingja fyrir að hafa drepið manninn," sagði Hilmar Örn. Fyrir nokkrum árum reyndi Eiríkur sjálfsvíg eftir að maður kom til hans og sagði að hann ætti að gefa sig fram til lögreglu og sitja inni fyrir manndráp. „Ég fór bara heim. Ég gat ekki meira. Ég hengdi mig inni í þvottahúsi. Ég var nánast dáinn, það þurfti að blása mig og hnoða mig í gang - svo vaknaði ég upp á spítala," sagði Eiríkur. „Ég hef talað um þetta tvisvar áður, við lögregluna og sálfræðing." Þeir segjast stíga fram núna til að fólk vakni. „Þetta er ekki okkur að kenna og fyrir okkur stráka er erfiðara að koma fram en fyrir stelpur. Það er hægt að mennta sig og ná bata," sagði Eiríkur. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn fengu báðir greiddar hámarksbætur frá íslenska ríkinu vegna þeirra brota sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla. Talið var sannað að Gísli hefði brotið gegn þeim.Viðtalið má sjá hér.
Fjölmiðlar Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig ekki um ákæru: „Ég ætla að skoða þetta“ Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Sjá meira