Hætt við að skima allar barnshafandi konur í kjölfar efnahagshrunsins Hjörtur Hjartarson skrifar 4. júní 2013 19:11 samsett mynd/stöð 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um barn sem veiktist alvarlega vegna sýkingar af völdum Streptókokka B, en talið er að fjórðungur allra kvenna á barneignaaldri beri bakteríuna. Konunum er hún meinlaus en smitist nýburar af veirunni getur sýkingin dregið þau til dauða. Aðeins á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er allar barnshafandi konur skimaðar og hefur svo verið allar götur síðan 1986. „Upphafið má rekja til atviks sem snertir mig persónulega. Góðir vinir mínir voru hér að fæða stuttu eftir að ég kom hingað sem þau misstu. Ég fór með það til Reykjavíkur og sá það gerast. Það barn sýktist af streptókokkum, reyndar af lungnabólgubakteríu í því tilfelli. Það barn misfórst. Það var mjög sárt,“ segir Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir á fæðingadeild Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í kjölfarið settist Konráð niður og reiknaði út hvað það myndi kosta að skima allar barnshafandi konur. Kostnaðurinn var sáralítill þá og dag er efniskostnaður fyrir hvert sýni 360 krónur. Ráðgjafahópur um skimanir smitsjúkdóma lagði til að sama verklag yrði tekið upp um allt land í skýrslu sinni til Heilbrigðisráðherra í október 2008. Kostnaður við GBS skimun var talinn vera 7,3 mkr. á ári miðaður við verðlag á miðju ári 2008. Þeir sem eru mótfallnir því að allar konur séu skimaðar hafa bent á aukinn kostnað og þá hefur því einnig verið haldið fram að verið sé að sjúkdómavæða eðlilega fæðingar. Konráð segist ekki alveg átta sig á þeim rökum. „Við erum að taka sýni fyrir svona skrýtnum hlutum eins og sýfilis sem við höfum ekki greint í tugi ára hér. Samt erum við alltaf að taka þessi sýni. Það er grundvallarlega enginn munur á þessu.“ Konráð segir að ef að skimun geti bjargað mannslífum ætti ekki að vera taka ákvörðun um slíkt. „Það er nú kannski fyrst og fremst það sem við eigum að vera að stefna að í læknisfræðinni,“ sagði Konráð. Tengdar fréttir Í bráðri lífshættu vegna streptókokka í fæðingarvegi móðurinnar Fjórðungur kvenna á barneignaaldri eru svokallaðir GBS berar og nýburar þeirra því í áhættuhópi. 3. júní 2013 19:35 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um barn sem veiktist alvarlega vegna sýkingar af völdum Streptókokka B, en talið er að fjórðungur allra kvenna á barneignaaldri beri bakteríuna. Konunum er hún meinlaus en smitist nýburar af veirunni getur sýkingin dregið þau til dauða. Aðeins á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er allar barnshafandi konur skimaðar og hefur svo verið allar götur síðan 1986. „Upphafið má rekja til atviks sem snertir mig persónulega. Góðir vinir mínir voru hér að fæða stuttu eftir að ég kom hingað sem þau misstu. Ég fór með það til Reykjavíkur og sá það gerast. Það barn sýktist af streptókokkum, reyndar af lungnabólgubakteríu í því tilfelli. Það barn misfórst. Það var mjög sárt,“ segir Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir á fæðingadeild Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í kjölfarið settist Konráð niður og reiknaði út hvað það myndi kosta að skima allar barnshafandi konur. Kostnaðurinn var sáralítill þá og dag er efniskostnaður fyrir hvert sýni 360 krónur. Ráðgjafahópur um skimanir smitsjúkdóma lagði til að sama verklag yrði tekið upp um allt land í skýrslu sinni til Heilbrigðisráðherra í október 2008. Kostnaður við GBS skimun var talinn vera 7,3 mkr. á ári miðaður við verðlag á miðju ári 2008. Þeir sem eru mótfallnir því að allar konur séu skimaðar hafa bent á aukinn kostnað og þá hefur því einnig verið haldið fram að verið sé að sjúkdómavæða eðlilega fæðingar. Konráð segist ekki alveg átta sig á þeim rökum. „Við erum að taka sýni fyrir svona skrýtnum hlutum eins og sýfilis sem við höfum ekki greint í tugi ára hér. Samt erum við alltaf að taka þessi sýni. Það er grundvallarlega enginn munur á þessu.“ Konráð segir að ef að skimun geti bjargað mannslífum ætti ekki að vera taka ákvörðun um slíkt. „Það er nú kannski fyrst og fremst það sem við eigum að vera að stefna að í læknisfræðinni,“ sagði Konráð.
Tengdar fréttir Í bráðri lífshættu vegna streptókokka í fæðingarvegi móðurinnar Fjórðungur kvenna á barneignaaldri eru svokallaðir GBS berar og nýburar þeirra því í áhættuhópi. 3. júní 2013 19:35 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Í bráðri lífshættu vegna streptókokka í fæðingarvegi móðurinnar Fjórðungur kvenna á barneignaaldri eru svokallaðir GBS berar og nýburar þeirra því í áhættuhópi. 3. júní 2013 19:35