Hætt við að skima allar barnshafandi konur í kjölfar efnahagshrunsins Hjörtur Hjartarson skrifar 4. júní 2013 19:11 samsett mynd/stöð 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um barn sem veiktist alvarlega vegna sýkingar af völdum Streptókokka B, en talið er að fjórðungur allra kvenna á barneignaaldri beri bakteríuna. Konunum er hún meinlaus en smitist nýburar af veirunni getur sýkingin dregið þau til dauða. Aðeins á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er allar barnshafandi konur skimaðar og hefur svo verið allar götur síðan 1986. „Upphafið má rekja til atviks sem snertir mig persónulega. Góðir vinir mínir voru hér að fæða stuttu eftir að ég kom hingað sem þau misstu. Ég fór með það til Reykjavíkur og sá það gerast. Það barn sýktist af streptókokkum, reyndar af lungnabólgubakteríu í því tilfelli. Það barn misfórst. Það var mjög sárt,“ segir Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir á fæðingadeild Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í kjölfarið settist Konráð niður og reiknaði út hvað það myndi kosta að skima allar barnshafandi konur. Kostnaðurinn var sáralítill þá og dag er efniskostnaður fyrir hvert sýni 360 krónur. Ráðgjafahópur um skimanir smitsjúkdóma lagði til að sama verklag yrði tekið upp um allt land í skýrslu sinni til Heilbrigðisráðherra í október 2008. Kostnaður við GBS skimun var talinn vera 7,3 mkr. á ári miðaður við verðlag á miðju ári 2008. Þeir sem eru mótfallnir því að allar konur séu skimaðar hafa bent á aukinn kostnað og þá hefur því einnig verið haldið fram að verið sé að sjúkdómavæða eðlilega fæðingar. Konráð segist ekki alveg átta sig á þeim rökum. „Við erum að taka sýni fyrir svona skrýtnum hlutum eins og sýfilis sem við höfum ekki greint í tugi ára hér. Samt erum við alltaf að taka þessi sýni. Það er grundvallarlega enginn munur á þessu.“ Konráð segir að ef að skimun geti bjargað mannslífum ætti ekki að vera taka ákvörðun um slíkt. „Það er nú kannski fyrst og fremst það sem við eigum að vera að stefna að í læknisfræðinni,“ sagði Konráð. Tengdar fréttir Í bráðri lífshættu vegna streptókokka í fæðingarvegi móðurinnar Fjórðungur kvenna á barneignaaldri eru svokallaðir GBS berar og nýburar þeirra því í áhættuhópi. 3. júní 2013 19:35 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um barn sem veiktist alvarlega vegna sýkingar af völdum Streptókokka B, en talið er að fjórðungur allra kvenna á barneignaaldri beri bakteríuna. Konunum er hún meinlaus en smitist nýburar af veirunni getur sýkingin dregið þau til dauða. Aðeins á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er allar barnshafandi konur skimaðar og hefur svo verið allar götur síðan 1986. „Upphafið má rekja til atviks sem snertir mig persónulega. Góðir vinir mínir voru hér að fæða stuttu eftir að ég kom hingað sem þau misstu. Ég fór með það til Reykjavíkur og sá það gerast. Það barn sýktist af streptókokkum, reyndar af lungnabólgubakteríu í því tilfelli. Það barn misfórst. Það var mjög sárt,“ segir Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir á fæðingadeild Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í kjölfarið settist Konráð niður og reiknaði út hvað það myndi kosta að skima allar barnshafandi konur. Kostnaðurinn var sáralítill þá og dag er efniskostnaður fyrir hvert sýni 360 krónur. Ráðgjafahópur um skimanir smitsjúkdóma lagði til að sama verklag yrði tekið upp um allt land í skýrslu sinni til Heilbrigðisráðherra í október 2008. Kostnaður við GBS skimun var talinn vera 7,3 mkr. á ári miðaður við verðlag á miðju ári 2008. Þeir sem eru mótfallnir því að allar konur séu skimaðar hafa bent á aukinn kostnað og þá hefur því einnig verið haldið fram að verið sé að sjúkdómavæða eðlilega fæðingar. Konráð segist ekki alveg átta sig á þeim rökum. „Við erum að taka sýni fyrir svona skrýtnum hlutum eins og sýfilis sem við höfum ekki greint í tugi ára hér. Samt erum við alltaf að taka þessi sýni. Það er grundvallarlega enginn munur á þessu.“ Konráð segir að ef að skimun geti bjargað mannslífum ætti ekki að vera taka ákvörðun um slíkt. „Það er nú kannski fyrst og fremst það sem við eigum að vera að stefna að í læknisfræðinni,“ sagði Konráð.
Tengdar fréttir Í bráðri lífshættu vegna streptókokka í fæðingarvegi móðurinnar Fjórðungur kvenna á barneignaaldri eru svokallaðir GBS berar og nýburar þeirra því í áhættuhópi. 3. júní 2013 19:35 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Í bráðri lífshættu vegna streptókokka í fæðingarvegi móðurinnar Fjórðungur kvenna á barneignaaldri eru svokallaðir GBS berar og nýburar þeirra því í áhættuhópi. 3. júní 2013 19:35