Erlent

Lögga og blaðamaður í vondum málum

Nordicphotos/Getty
Fyrrverandi lögreglumaður og blaðamaður á breska götublaðinu The Sun eiga yfir höfði sér ákæru. Málið er hluti af rannsókn lögreglu á spillingu opinberra starfsmanna í starfi.

Lögeglumaðurinn sem um ræðir heitir Paul Flattlety en blaðamaðurinn, Virginia Wheeler, var handtekinn í mars síðastliðnum grunuð um að hafa greitt lögreglumanninum undir borðið fyrir veittar upplýsingar. Fjölmargir voru handteknir á vormánuðum 2012 í rassíu lögreglu gegn spilltum opinberum starfsmönnum og forsvarsmönnum The Sun.

Forsvarsmenn The Sun héldu því fram að um nornaveiðar væri að ræða. Verið væri að vega að tjáningarfrelsinu.

Talið er að lögreglumaðurinn hafi fengið greitt að minnsta kosti 1,3 milljónir íslenskra króna að því er fréttavefur Sky greinir frá. Eitt málið, sem lögreglumaðurinn er talinn hafa þegið greiðslur fyrir að leka upplýsingum, tengist dauða fjórtán ára stúlku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×