Endurgerð Á annan veg sló í gegn á Sundance Boði Logason skrifar 22. janúar 2013 23:00 Framleiðendurnir á Sundance-hátíðinni „Þetta var mjög skemmtilegt og við vorum allir mjög sáttir með útkomuna," segir Sindri Páll Kjartansson, einn af framleiðendum íslensku bíómyndarinnar Á annan veg. Myndin var endurgerð á síðasta ári í Bandaríkjunum og var hún svo frumsýnd um helgina á kvikmyndhátíðinni Sundance. Þar fékk hún góðar undirtektir og voru viðstaddir mjög ánægðir með útkomuna. Í Bandaríkjunum ber myndin nafnið Prince Avalanche, og er leikstjóri hennar David Grodon Green, sem gerði meðal annars myndina Pineapple Express. Leikarinn Paul Rudd fer með aðalhlutverkið í myndinni, en hann er hvað þekktustur fyrir hlutverk sitt í I Love You Man, Role Models og The 40 year old virgin. Sindri fór á Sundance í Utah í Bandaríkjunum ásamt Davíð Ólafssyni, Árna Filippussyni og Tobias Munthe, en þeir fjórir eru framleiðendur upprunalegu myndarinnar, Á annan veg. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, var einnig með í för. Hann segir að ferðin á hátíðina hafi verið mikil skemmtun en enginn af þeim hafði séð endurgerðina áður. „Það var mjög súrealískt að horfa á myndina, við þekkjum hana allir svo vel. En þeir fóru ekkert svo langt frá upprunalegu myndinni," segir hann. „Það var svolítið skrítið að sjá myndina okkar með öllum þessum stórstjörnum." Eftir sýninguna fóru strákarnir í gleðskap með leikstjóranum og leikurnum, sem voru spenntir að vita hvernig Íslendingunum fannst myndin. „Paul Rudd sagðist hafa verið mjög stressaður yfir því hvað okkur myndi finnast og sagðist vera mjög feginn að hafa ekki vitað fyrirfram að við værum í salnum. En við vorum mjög ánægðir með þetta og þeir líka." Sindri segir að líklegt sé að Prince Avalance verði sýnd hér á landi á árinu. „Það er ekki alveg komið á hreint, en mér finnst það mjög líklegt," segir hann að lokum. Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta var mjög skemmtilegt og við vorum allir mjög sáttir með útkomuna," segir Sindri Páll Kjartansson, einn af framleiðendum íslensku bíómyndarinnar Á annan veg. Myndin var endurgerð á síðasta ári í Bandaríkjunum og var hún svo frumsýnd um helgina á kvikmyndhátíðinni Sundance. Þar fékk hún góðar undirtektir og voru viðstaddir mjög ánægðir með útkomuna. Í Bandaríkjunum ber myndin nafnið Prince Avalanche, og er leikstjóri hennar David Grodon Green, sem gerði meðal annars myndina Pineapple Express. Leikarinn Paul Rudd fer með aðalhlutverkið í myndinni, en hann er hvað þekktustur fyrir hlutverk sitt í I Love You Man, Role Models og The 40 year old virgin. Sindri fór á Sundance í Utah í Bandaríkjunum ásamt Davíð Ólafssyni, Árna Filippussyni og Tobias Munthe, en þeir fjórir eru framleiðendur upprunalegu myndarinnar, Á annan veg. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, var einnig með í för. Hann segir að ferðin á hátíðina hafi verið mikil skemmtun en enginn af þeim hafði séð endurgerðina áður. „Það var mjög súrealískt að horfa á myndina, við þekkjum hana allir svo vel. En þeir fóru ekkert svo langt frá upprunalegu myndinni," segir hann. „Það var svolítið skrítið að sjá myndina okkar með öllum þessum stórstjörnum." Eftir sýninguna fóru strákarnir í gleðskap með leikstjóranum og leikurnum, sem voru spenntir að vita hvernig Íslendingunum fannst myndin. „Paul Rudd sagðist hafa verið mjög stressaður yfir því hvað okkur myndi finnast og sagðist vera mjög feginn að hafa ekki vitað fyrirfram að við værum í salnum. En við vorum mjög ánægðir með þetta og þeir líka." Sindri segir að líklegt sé að Prince Avalance verði sýnd hér á landi á árinu. „Það er ekki alveg komið á hreint, en mér finnst það mjög líklegt," segir hann að lokum.
Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira