Telur hlýnun jarðar kalla á nýja nálgun Svavar Hávarðsson skrifar 23. janúar 2013 07:00 Atvinnuvegaráðherra vill koma á alþjóðlegri ráðstefnu á Akureyri um álitaefni norðurslóða. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir það að tillögu sinni að Íslendingar haldi stóra alþjóðlega ráðstefnu þar sem stjórnmálamenn, vísindamenn, embættismenn og fulltrúar umhverfissamtaka koma saman og leggjast yfir þær breytingar sem eru að verða á norðurslóðum í kjölfar hlýnunar, ekki síst breytt göngumynstur flökkustofna. Þetta yrði vettvangur til að takast á við þá spurningu hvort ekki sé tímabært að hanna ný tæki og tól til að ná utan um þær aðstæður sem hafa skapast á undanförnum árum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Steingríms á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers 2013 sem stendur yfir í Tromsø í Noregi. „Ég hallast æ meira að því að þetta þurfi að gera. Þó að við höfum ákveðna leiðsögn, til dæmis í hafréttarsáttmálanum og í gegnum ýmsar stofnanir og alþjóðasamninga, þá er ég farinn að efast um að það dugi okkur til að takast á við breytingarnar eins og þær eru að birtast okkur," segir Steingrímur sem dregur ekki fjöður yfir að þessar hugleiðingar eru sprottnar af samningaumleitunum í makríldeilunni. „Kannski þurfum við nýjar viðmiðanir og meiri sveigjanleika til að takast á við þessar aðstæður." Steingrímur segir að það geti verið úrelt aðferðafræði að horfa sífellt á tölfræðina að baki álitamálunum og að ætla sér að gera samninga sem gilda svo um aldur og ævi. „Breytingarnar geta einfaldlega borið okkur ofurliði. Þetta getur átt við um fleiri en einn stofn, og við getum misst frá okkur rétt eins og það sem við erum að fá til okkar. Að sjálfsögðu verðum við að horfast í augu við það að þetta getur fallið í báðar áttir, en ég sé ekki hvernig þetta verður gert með vitrænum hætti öðruvísi en að hvetja til alþjóðlegrar umræðu um þessi álitaefni," segir Steingrímur og telur að Akureyri, sem miðstöð norðurslóðamála, sé hentugur vettvangur. Eins og flestum er kunnugt er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar þar staðsett og sinnir rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum. „Við verðum að halda þessu starfi á lofti. Það er tilhneiging, má segja, til að ýta Íslendingum, Svíþjóð og Finnlandi reyndar líka, til baka í þessari norðurslóðaumræðu allri. Það er rétt að Ísland liggur við suðurmörk þessa svæðis þó að okkar umráðasvæði liggi langt inn á heimskautasvæðið. Sögulega, og á allan hátt, erum við hánorrænt land sem hlýtur að halda stöðu sinni innan Norðurskautsráðsins, sem ég fagna að er að styrkjast verulega," segir Steingrímur og hefur á orði að það sé gleðiefni að Íslendingur, Magnús Jóhannesson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hafi valist til að byggja upp nýja fastaskrifstofu ráðsins í Tromsø. Í ræðu sinni á ráðstefnunni varaði Steingrímur sterklega við nýtingu náttúruauðlinda á norðurslóðum án strangs aga og nærgætni við viðkvæma náttúru svæðisins. Í liðinni viku hefur Steingrímur verið á ferðalagi og fundað með kollegum sínum frá fjölmörgum löndum. Þar hefur hann freistað þess að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, varðandi nýtingu makrílstofnsins ásamt fleiru, og telur að sér hafi orðið ágætlega ágengt. Loftslagsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir það að tillögu sinni að Íslendingar haldi stóra alþjóðlega ráðstefnu þar sem stjórnmálamenn, vísindamenn, embættismenn og fulltrúar umhverfissamtaka koma saman og leggjast yfir þær breytingar sem eru að verða á norðurslóðum í kjölfar hlýnunar, ekki síst breytt göngumynstur flökkustofna. Þetta yrði vettvangur til að takast á við þá spurningu hvort ekki sé tímabært að hanna ný tæki og tól til að ná utan um þær aðstæður sem hafa skapast á undanförnum árum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Steingríms á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers 2013 sem stendur yfir í Tromsø í Noregi. „Ég hallast æ meira að því að þetta þurfi að gera. Þó að við höfum ákveðna leiðsögn, til dæmis í hafréttarsáttmálanum og í gegnum ýmsar stofnanir og alþjóðasamninga, þá er ég farinn að efast um að það dugi okkur til að takast á við breytingarnar eins og þær eru að birtast okkur," segir Steingrímur sem dregur ekki fjöður yfir að þessar hugleiðingar eru sprottnar af samningaumleitunum í makríldeilunni. „Kannski þurfum við nýjar viðmiðanir og meiri sveigjanleika til að takast á við þessar aðstæður." Steingrímur segir að það geti verið úrelt aðferðafræði að horfa sífellt á tölfræðina að baki álitamálunum og að ætla sér að gera samninga sem gilda svo um aldur og ævi. „Breytingarnar geta einfaldlega borið okkur ofurliði. Þetta getur átt við um fleiri en einn stofn, og við getum misst frá okkur rétt eins og það sem við erum að fá til okkar. Að sjálfsögðu verðum við að horfast í augu við það að þetta getur fallið í báðar áttir, en ég sé ekki hvernig þetta verður gert með vitrænum hætti öðruvísi en að hvetja til alþjóðlegrar umræðu um þessi álitaefni," segir Steingrímur og telur að Akureyri, sem miðstöð norðurslóðamála, sé hentugur vettvangur. Eins og flestum er kunnugt er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar þar staðsett og sinnir rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum. „Við verðum að halda þessu starfi á lofti. Það er tilhneiging, má segja, til að ýta Íslendingum, Svíþjóð og Finnlandi reyndar líka, til baka í þessari norðurslóðaumræðu allri. Það er rétt að Ísland liggur við suðurmörk þessa svæðis þó að okkar umráðasvæði liggi langt inn á heimskautasvæðið. Sögulega, og á allan hátt, erum við hánorrænt land sem hlýtur að halda stöðu sinni innan Norðurskautsráðsins, sem ég fagna að er að styrkjast verulega," segir Steingrímur og hefur á orði að það sé gleðiefni að Íslendingur, Magnús Jóhannesson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hafi valist til að byggja upp nýja fastaskrifstofu ráðsins í Tromsø. Í ræðu sinni á ráðstefnunni varaði Steingrímur sterklega við nýtingu náttúruauðlinda á norðurslóðum án strangs aga og nærgætni við viðkvæma náttúru svæðisins. Í liðinni viku hefur Steingrímur verið á ferðalagi og fundað með kollegum sínum frá fjölmörgum löndum. Þar hefur hann freistað þess að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, varðandi nýtingu makrílstofnsins ásamt fleiru, og telur að sér hafi orðið ágætlega ágengt.
Loftslagsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira