Tölfræðingurinn hefur talað - Argo sigrar í kvöld 24. febrúar 2013 20:14 Stórmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Ben Affleck, Argo, verður valin besta kvikmyndin á 85. Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Þetta eru niðurstöður tölfræðingsins Nate Silver. Silver hefur getið sér gott orð fyrir spár sínar um niðurstöður forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum og hafa pistlar hans á vefsvæði fréttablaðsins The New York Times vakið mikla athygli. Silver hefur nú tekið að sér að rýna í Óskarsverðlaunin en niðurstöðurnar hátíðarinnar í ár þykja afar óútreiknanlegar. Tölfræðingurinn bendir á að það ferli sem býr að baki vali á kvikmyndum og kvikmyndagerðarmönnum ársins sé að mörgu leyti svipað því sem gengur og gerist í bandarískri pólitík. Meðlimir Óskarsverðlaunaakademíunnar er rúmlega sex þúsund talsins.MYND/APSamkvæmt útreikningum Silvers er ljóst að kvikmyndin Argo mun hreppa eftirsóttustu verðlaun kvikmyndaiðnaðarins í ár. Silver rökstyður þessar niðurstöður með vísan í gott gengi myndarinnar á kvikmynda- og verðlaunahátíðum víða um heim. Þegar kemur að vali á leikstjóra ársins eru niðurstöðurnar nokkuð óljósar. Svo virðist sem að baráttan sé á milli Steve Spielbergs, fyrir kvikmyndina Lincoln, og Ang Lee fyrir Life of Pi. Þá hreppir breski stórleikarinn Daniel Day-Lewis verðlaun fyrir hlutverk sitt í Lincoln og leikkonan Jennifer Lawrence gerir slíkt hið sama fyrir leik í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Aukaleikarar ársins, samkvæmt formúlu Silvers, eru þau Tommy Lee Jones fyrir Lincoln og Anne Hathaway fyrir Les Misérables. Menning Tengdar fréttir Daniel Day Lewis getur brotið blað í kvikmyndasögunni Verðlaunaafhendingatímabilið í kvikmyndageiranum nær hámarki í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood. 24. febrúar 2013 19:52 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stórmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Ben Affleck, Argo, verður valin besta kvikmyndin á 85. Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Þetta eru niðurstöður tölfræðingsins Nate Silver. Silver hefur getið sér gott orð fyrir spár sínar um niðurstöður forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum og hafa pistlar hans á vefsvæði fréttablaðsins The New York Times vakið mikla athygli. Silver hefur nú tekið að sér að rýna í Óskarsverðlaunin en niðurstöðurnar hátíðarinnar í ár þykja afar óútreiknanlegar. Tölfræðingurinn bendir á að það ferli sem býr að baki vali á kvikmyndum og kvikmyndagerðarmönnum ársins sé að mörgu leyti svipað því sem gengur og gerist í bandarískri pólitík. Meðlimir Óskarsverðlaunaakademíunnar er rúmlega sex þúsund talsins.MYND/APSamkvæmt útreikningum Silvers er ljóst að kvikmyndin Argo mun hreppa eftirsóttustu verðlaun kvikmyndaiðnaðarins í ár. Silver rökstyður þessar niðurstöður með vísan í gott gengi myndarinnar á kvikmynda- og verðlaunahátíðum víða um heim. Þegar kemur að vali á leikstjóra ársins eru niðurstöðurnar nokkuð óljósar. Svo virðist sem að baráttan sé á milli Steve Spielbergs, fyrir kvikmyndina Lincoln, og Ang Lee fyrir Life of Pi. Þá hreppir breski stórleikarinn Daniel Day-Lewis verðlaun fyrir hlutverk sitt í Lincoln og leikkonan Jennifer Lawrence gerir slíkt hið sama fyrir leik í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Aukaleikarar ársins, samkvæmt formúlu Silvers, eru þau Tommy Lee Jones fyrir Lincoln og Anne Hathaway fyrir Les Misérables.
Menning Tengdar fréttir Daniel Day Lewis getur brotið blað í kvikmyndasögunni Verðlaunaafhendingatímabilið í kvikmyndageiranum nær hámarki í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood. 24. febrúar 2013 19:52 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Daniel Day Lewis getur brotið blað í kvikmyndasögunni Verðlaunaafhendingatímabilið í kvikmyndageiranum nær hámarki í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood. 24. febrúar 2013 19:52