Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2013 11:37 Nordicphotos/Getty Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. Hann mótmælir frumvarpinu harðlega í samtali við fréttastofu og segir tekjur ríkissjóðs munu snarminnka og í því felist mögulega ritskoðun. Jens Pétur segir frumvarpið að stofninum til frá árinu 2006. Þróun internetsins sé hröð og frumvarpið úrelt. Þá bendir hann á að í 15. grein frumvarpsins felist mögulega ritskoðun. „Það er ákvæði sem veitir Póst- og fjarskiptastofnun heimild til að hafa, eftir atvikum, eftirlit með starfsemi rétthafa léna. Það er hvergi í athugasemdum skýrt út hvað þetta þýðir," segir Jens Pétur. Þótt ákvæðið láti lítið yfir sér telji hann að um opnun á ritskoðun geti verið að ræða. „Til hvers á Póst- og fjarskiptastofnun að hafa eftirlit með starfsemi allra sem hafa .is lén? Þetta þarf að stoppa og löggjafinn þarf að skýra út fyrir almenningi hvað hann er að hugsa með þessu," segir Jens Pétur sem telur innanríkisráðherra á villigötum með frumvarpið. „Setja á erlendum aðilum sérstök skilyrði til þess að skrá lén sem hafa ekki verið áður," segir Jens Pétur en ISNIC var hluti af starfshópi sem unnið hefur að frumvarpinu. Hann segir ekki hafa verið farið eftir tillögum ISNICS. „Fyrir árið 2006 var ákvæði í reglum ISNIC um innlendan tengilið. Þau skilyrði höfðu reynst mjög illa. Þá fóru að spretta upp allskyns óprúttnir innlendir aðilar sem fóru að skrá hitt og þetta. Fræg dæmi um þetta eru Mercedes.is og Microsoft.is sem menn skráðu í þeirri von um að geta selt erlendum rétthafa lénið. Þetta var helst ástæðan fyrir að kröfunni um innlendan tengilið fyrir erlendan rétthafa var aflétt," segir Jens Pétur. „Nú á að bakka aftur í þetta fornaldarfyrirkomulag. Ég sé ekki annað en ástæðan sé sú að vera á móti útlendingum sem eru með .is lén." Í frumvarpi innanríkisráðherra er lagt til að innheimt verði 3,5 prósent rekstrargjald af veltu skráningarstofu íslensks höfuðléns. „Það á að setja á 3,5 prósent lénaskatt. Það þekktist ekki. Við létum gera könnun fyrir okkur hjá samtökum evrópskra landsléna, Center. Það eru ýmis lönd í þessum samtökum því þau eru einfaldlega þau bestu í heimi. Út úr könnunni kemur að ekkert landslén af þeim fimmtíu sem voru spurð eru með lénaskatt. Auðvitað þekkjast lénaskattar í Kína, Íran og svoleiðis löndum enda hefur Íran ekki fengið inngöngu í samtökin vegna sinna skrýtnu lénareglur," segir Jens sem mótmælir skattinum harðlega fyrir hönd handhafa léna. Hann telur að rekstrargjaldið muni verða til þess að gera .is lénið óvinsælt á svipstundu og fólk muni velja sér annað lén. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," segir Jens Pétur.Frumvarpið má lesa með því að smella hér. Jens Pétur er framkvæmdastjóri ISNIC og meirihlutaeigandi í fyrirtækinu. 75% hluti þess er í einkaeigu en 25% í eigu opinberra aðila. Fyrirtækið velti um 244 milljónum króna á síðasta ári eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í á síðasta ári. Sjá hér. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. Hann mótmælir frumvarpinu harðlega í samtali við fréttastofu og segir tekjur ríkissjóðs munu snarminnka og í því felist mögulega ritskoðun. Jens Pétur segir frumvarpið að stofninum til frá árinu 2006. Þróun internetsins sé hröð og frumvarpið úrelt. Þá bendir hann á að í 15. grein frumvarpsins felist mögulega ritskoðun. „Það er ákvæði sem veitir Póst- og fjarskiptastofnun heimild til að hafa, eftir atvikum, eftirlit með starfsemi rétthafa léna. Það er hvergi í athugasemdum skýrt út hvað þetta þýðir," segir Jens Pétur. Þótt ákvæðið láti lítið yfir sér telji hann að um opnun á ritskoðun geti verið að ræða. „Til hvers á Póst- og fjarskiptastofnun að hafa eftirlit með starfsemi allra sem hafa .is lén? Þetta þarf að stoppa og löggjafinn þarf að skýra út fyrir almenningi hvað hann er að hugsa með þessu," segir Jens Pétur sem telur innanríkisráðherra á villigötum með frumvarpið. „Setja á erlendum aðilum sérstök skilyrði til þess að skrá lén sem hafa ekki verið áður," segir Jens Pétur en ISNIC var hluti af starfshópi sem unnið hefur að frumvarpinu. Hann segir ekki hafa verið farið eftir tillögum ISNICS. „Fyrir árið 2006 var ákvæði í reglum ISNIC um innlendan tengilið. Þau skilyrði höfðu reynst mjög illa. Þá fóru að spretta upp allskyns óprúttnir innlendir aðilar sem fóru að skrá hitt og þetta. Fræg dæmi um þetta eru Mercedes.is og Microsoft.is sem menn skráðu í þeirri von um að geta selt erlendum rétthafa lénið. Þetta var helst ástæðan fyrir að kröfunni um innlendan tengilið fyrir erlendan rétthafa var aflétt," segir Jens Pétur. „Nú á að bakka aftur í þetta fornaldarfyrirkomulag. Ég sé ekki annað en ástæðan sé sú að vera á móti útlendingum sem eru með .is lén." Í frumvarpi innanríkisráðherra er lagt til að innheimt verði 3,5 prósent rekstrargjald af veltu skráningarstofu íslensks höfuðléns. „Það á að setja á 3,5 prósent lénaskatt. Það þekktist ekki. Við létum gera könnun fyrir okkur hjá samtökum evrópskra landsléna, Center. Það eru ýmis lönd í þessum samtökum því þau eru einfaldlega þau bestu í heimi. Út úr könnunni kemur að ekkert landslén af þeim fimmtíu sem voru spurð eru með lénaskatt. Auðvitað þekkjast lénaskattar í Kína, Íran og svoleiðis löndum enda hefur Íran ekki fengið inngöngu í samtökin vegna sinna skrýtnu lénareglur," segir Jens sem mótmælir skattinum harðlega fyrir hönd handhafa léna. Hann telur að rekstrargjaldið muni verða til þess að gera .is lénið óvinsælt á svipstundu og fólk muni velja sér annað lén. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," segir Jens Pétur.Frumvarpið má lesa með því að smella hér. Jens Pétur er framkvæmdastjóri ISNIC og meirihlutaeigandi í fyrirtækinu. 75% hluti þess er í einkaeigu en 25% í eigu opinberra aðila. Fyrirtækið velti um 244 milljónum króna á síðasta ári eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í á síðasta ári. Sjá hér.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent